Innlent

Benedikt biður Jón Steindór afsökunar

Jakob Bjarnar skrifar
Vopnabræðurnir Benedikt Jóhannesson og Jón Steindór Valdimarsson. Benedikt harmar ummæli sín í því sem snéri að Jóni Steindóri.
Vopnabræðurnir Benedikt Jóhannesson og Jón Steindór Valdimarsson. Benedikt harmar ummæli sín í því sem snéri að Jóni Steindóri. vísir/vilhelm

Benedikt Jóhannesson stofnandi Viðreisnar segist hafa farið fram úr sér í yfirlýsingum undanfarna daga.

Benedikt birtir stutta yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni pistil Jóns Steindórs Valdimarssonar sem Vísir greindi efnislega frá í morgun. Þar kemur fram að Jóni Steindóri hefur sárnað mjög orð Benedikts að undanförnu en hann hefur látið að liggja að hann sé hugsanlega á leiðinni með að stofna nýjan flokk. Þeirri sögu hefur fylgt að klíka í kringum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann flokksins hafi með uppstillingu haft sína hentisemi, meðal annars með því að hafa sett Jón Steindór í ótryggt sæti á lista fyrir komandi Alþingiskosningar.

Í yfirlýsingu Benedikts er komið inn á þetta og dregið í land með það atriði og Jón Steindór beðinn afsökunar. Yfirlýsingin er stutt og svohljóðandi:

„Í samtali við mbl.is fyrr í vikunni nefndi ég Jón Steindór Valdimarsson og færslu hans á lista Viðreisnar, úr Suðvesturkjördæmi í Reykjavík Norður. Ummæli mín voru án alls samráðs við Jón og í óþökk hans.

Jón Steindór er drengur góður og við höfum lengi barist fyrir sama málstað. Ég hef beðið hann afsökunar persónulega á ummælum mínum um hann og geri það hér með einnig opinberlega.“


Tengdar fréttir

Úti­loka ekki stofnun nýs flokks

Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.