Segist vona að eigin hagsmunir Benedikts blindi honum ekki sýn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2021 07:37 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm „Það hefur hryggt mig meira en orð fá lýst að Benedikt Jóhannesson, sem ég hef talið góðan félaga og vin, hafi valið þá leið að gera forystu og stofnanir flokksins tortryggilegar í kjölfar þess að hann fékk ekki vilja sínum framgengt við uppstillingar á lista.“ Þetta segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í stöðufærslu á Facebook í gærkvöldi. Greint var frá því í gær að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins og þá útilokaði hann ekki í samtali við Vísi að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Í færslu sinni segir Jón Steindór meðal annars að þegar Benedikt lét af formennsku flokksins hafi fylgi hans verið 3,4 prósent. Þingflokkurinn og öflug grasrót hafi rifið fylgi flokksins upp í 6,7 prósent í kosningunum og fylgið síðan mælst á bilinu 9 til 12 prósent í könnunum. Jón Steindór segir uppstillingarnefndir Viðreisnar hafa unnið vanþakklátt starf af stakri prýði og slær á samsæriskenningar um að körlum hafi verið raðað í efstu sæti landsbyggðarkjördæmanna til að útiloka að Benedikt fengi ósk sýna uppfyllta um forystusæti í einhverju kjördæmanna þriggja á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrrverandi formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, hefur sagt að hugsjónir og stefna flokksins séu stærri en hagsmunir einstaklinga. Því er ég hjartanlega sammála. Ég vona og trúi að Benedikt sé enn sama sinnis. Þess vegna hef ég enga trú á öðru en að hann muni fyrr en seinna lýsa yfir fullum stuðningi við flokkinn sem hann átti svo stóran þátt í að skapa, hvetji allt sitt lið til þess að koma á fullu inn í baráttuna fyrir sameiginlegum hugsjónum og tryggi Viðreisn sem mest fylgi í komandi kosningum. Geri hann það ekki er ég hræddur um að eigin hagsmunir hans blindi honum sýn og hann sjái ekki lengur þá almannahagsmuni sem við ætluðum saman að setja ofar sérhagsmunum.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Útiloka ekki stofnun nýs flokks Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans. 23. júní 2021 18:13 Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. 29. maí 2021 16:16 Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. 27. maí 2021 15:57 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Þetta segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í stöðufærslu á Facebook í gærkvöldi. Greint var frá því í gær að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins og þá útilokaði hann ekki í samtali við Vísi að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Í færslu sinni segir Jón Steindór meðal annars að þegar Benedikt lét af formennsku flokksins hafi fylgi hans verið 3,4 prósent. Þingflokkurinn og öflug grasrót hafi rifið fylgi flokksins upp í 6,7 prósent í kosningunum og fylgið síðan mælst á bilinu 9 til 12 prósent í könnunum. Jón Steindór segir uppstillingarnefndir Viðreisnar hafa unnið vanþakklátt starf af stakri prýði og slær á samsæriskenningar um að körlum hafi verið raðað í efstu sæti landsbyggðarkjördæmanna til að útiloka að Benedikt fengi ósk sýna uppfyllta um forystusæti í einhverju kjördæmanna þriggja á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrrverandi formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, hefur sagt að hugsjónir og stefna flokksins séu stærri en hagsmunir einstaklinga. Því er ég hjartanlega sammála. Ég vona og trúi að Benedikt sé enn sama sinnis. Þess vegna hef ég enga trú á öðru en að hann muni fyrr en seinna lýsa yfir fullum stuðningi við flokkinn sem hann átti svo stóran þátt í að skapa, hvetji allt sitt lið til þess að koma á fullu inn í baráttuna fyrir sameiginlegum hugsjónum og tryggi Viðreisn sem mest fylgi í komandi kosningum. Geri hann það ekki er ég hræddur um að eigin hagsmunir hans blindi honum sýn og hann sjái ekki lengur þá almannahagsmuni sem við ætluðum saman að setja ofar sérhagsmunum.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Útiloka ekki stofnun nýs flokks Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans. 23. júní 2021 18:13 Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. 29. maí 2021 16:16 Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. 27. maí 2021 15:57 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Útiloka ekki stofnun nýs flokks Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans. 23. júní 2021 18:13
Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. 29. maí 2021 16:16
Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43
Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. 27. maí 2021 15:57
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09