Lífið

Ferðalag Jógvans og Friðriks Ómars fór illa af stað

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Á leið í tónleikaferðina Sveitalíf 2. Í baksýn má sjá Hveragerði.
Á leið í tónleikaferðina Sveitalíf 2. Í baksýn má sjá Hveragerði. Haukur Henriksen

„Ferðalag okkar um landið þetta sumarið hófst í dag. Friðrik varð smá bílveikur eftir að Jógvan opnaði Eggjasamloku á Hellisheiðinni en við teljum að hann muni ná sér að fullu eftir góðan nætursvefn,“ segja þeir Jógvan og Friðrik Ómar um tónleikaferðalag sitt.

Það mál endaði ekki í vinslitum segja þeir, en ferðalagið Sveitalíf 2 er þó bara rétt að byrja. 

„Í þessum rituðu orðum sitjum við í húsbílnum okkar á tjaldsvæðinu í Skaftafelli. Jógvan er búinn að skipta yfir í Túnfisksamloku og Friðrik nú við hestaheilsu. Eftir mikinn undirbúning og eftirvæntingu erum við lagðir af stað annað árið í röð, hringinn í kringum landið, með kvöldskemmtun fyrir skemmtilegt fólk á öllum aldri. Veðrið hefur verið dásamlegt á leiðinni og spáin rosaleg framundan.“

Söngvararnir hefja leika á Hafinu á Höfn í Hornafirði í kvöld, 24. júní kl. 21:00. 

„Það er engin tilviljun. Þannig hófst ferðin okkar í fyrra einnig og það var dásamlegt upphaf á þessu ævintýri. Við erum klárir í slaginn og hlökkum til að stíga á svið og fá fólk til að hugsa um annað en bóluefni og hlutabótaleiðir.“

Lagið þeirra Stígum villtan dans má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en það situr í augnablikinu í 19. sæti topplista Bylgjunnar
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.