Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 16:16 Sara Dögg Svanhildardóttir segir það vera vonbrigði að hafa ekki fengið 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa sóst eftir því. Vísir/Egill Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. „Ég hef verið, að ég held og þó ég segi sjálf frá, mjög öflugur bæjarfulltrúi. Það vissulega kom mér á óvart að ég fengi ekki sæti,“ segir Sara Dögg í samtali við Vísi. Hún segir uppstillingarnefndina hafa rökstutt ákvörðun sína með þeim hætti að vera hennar á listanum myndi gera hann of einsleitan og að hún væri of gömul. „Ég sem hafði haldið að það væri enginn eins og ég. Mér fannst það svolítið skondið. Svo er ég talin of gömul. Það eru rökin sem ég fæ.“ Viðreisn kynnti lista sinn í kjördæminu á fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, leiðir listann en í öðru sætinu kemur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson nýr inn. Viðreisn náði inn tveimur mönnum á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. „Pólitíkin er víða“ Sara Dögg segir þetta mikil vonbrigði fyrir sig persónulega, þó hún viti að enginn eigi kröfu til sætis á lista. Sjálf hefði hún þó haldið að vinna hennar sem bæjarfulltrúi sýndi fram á málefni sem fólk vildi sjá fara lengra. „Ég veit að ég er með stuðning í þessu kjördæmi og búin að vinna þannig vinnu sem bæjarfulltrúi að ég held að það sé ýmislegt að finna eftir mig sem fólk hefði viljað sjá að ég tæki lengra,“ segir hún en bætir við að nú muni hún beina kröftum sínum að starfi sínu sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, enda brenni hún fyrir því starfi. Þónokkur umræða hefur skapast í kringum uppstillingu Viðreisnar fyrir komandi kosningar, en fyrr í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannessyni hefði verið boðið 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sjálfur sagðist hann hafa samþykkt það gegn því að fá afsökunarbeiðni, sem hann fékk ekki. Hann er því ekki á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Sara Dögg segist þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarið. Hún vildi því upplýsa félaga sína í flokknum um milli hverra valið stóð, en nokkrir hafi sóst eftir 3. sætinu. „En leynd ríkir yfir hverjir gefa kost á sér,“ skrifaði Sara Dögg á Facebook. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
„Ég hef verið, að ég held og þó ég segi sjálf frá, mjög öflugur bæjarfulltrúi. Það vissulega kom mér á óvart að ég fengi ekki sæti,“ segir Sara Dögg í samtali við Vísi. Hún segir uppstillingarnefndina hafa rökstutt ákvörðun sína með þeim hætti að vera hennar á listanum myndi gera hann of einsleitan og að hún væri of gömul. „Ég sem hafði haldið að það væri enginn eins og ég. Mér fannst það svolítið skondið. Svo er ég talin of gömul. Það eru rökin sem ég fæ.“ Viðreisn kynnti lista sinn í kjördæminu á fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, leiðir listann en í öðru sætinu kemur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson nýr inn. Viðreisn náði inn tveimur mönnum á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. „Pólitíkin er víða“ Sara Dögg segir þetta mikil vonbrigði fyrir sig persónulega, þó hún viti að enginn eigi kröfu til sætis á lista. Sjálf hefði hún þó haldið að vinna hennar sem bæjarfulltrúi sýndi fram á málefni sem fólk vildi sjá fara lengra. „Ég veit að ég er með stuðning í þessu kjördæmi og búin að vinna þannig vinnu sem bæjarfulltrúi að ég held að það sé ýmislegt að finna eftir mig sem fólk hefði viljað sjá að ég tæki lengra,“ segir hún en bætir við að nú muni hún beina kröftum sínum að starfi sínu sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, enda brenni hún fyrir því starfi. Þónokkur umræða hefur skapast í kringum uppstillingu Viðreisnar fyrir komandi kosningar, en fyrr í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannessyni hefði verið boðið 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sjálfur sagðist hann hafa samþykkt það gegn því að fá afsökunarbeiðni, sem hann fékk ekki. Hann er því ekki á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Sara Dögg segist þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarið. Hún vildi því upplýsa félaga sína í flokknum um milli hverra valið stóð, en nokkrir hafi sóst eftir 3. sætinu. „En leynd ríkir yfir hverjir gefa kost á sér,“ skrifaði Sara Dögg á Facebook.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32