Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 16:16 Sara Dögg Svanhildardóttir segir það vera vonbrigði að hafa ekki fengið 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa sóst eftir því. Vísir/Egill Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. „Ég hef verið, að ég held og þó ég segi sjálf frá, mjög öflugur bæjarfulltrúi. Það vissulega kom mér á óvart að ég fengi ekki sæti,“ segir Sara Dögg í samtali við Vísi. Hún segir uppstillingarnefndina hafa rökstutt ákvörðun sína með þeim hætti að vera hennar á listanum myndi gera hann of einsleitan og að hún væri of gömul. „Ég sem hafði haldið að það væri enginn eins og ég. Mér fannst það svolítið skondið. Svo er ég talin of gömul. Það eru rökin sem ég fæ.“ Viðreisn kynnti lista sinn í kjördæminu á fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, leiðir listann en í öðru sætinu kemur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson nýr inn. Viðreisn náði inn tveimur mönnum á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. „Pólitíkin er víða“ Sara Dögg segir þetta mikil vonbrigði fyrir sig persónulega, þó hún viti að enginn eigi kröfu til sætis á lista. Sjálf hefði hún þó haldið að vinna hennar sem bæjarfulltrúi sýndi fram á málefni sem fólk vildi sjá fara lengra. „Ég veit að ég er með stuðning í þessu kjördæmi og búin að vinna þannig vinnu sem bæjarfulltrúi að ég held að það sé ýmislegt að finna eftir mig sem fólk hefði viljað sjá að ég tæki lengra,“ segir hún en bætir við að nú muni hún beina kröftum sínum að starfi sínu sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, enda brenni hún fyrir því starfi. Þónokkur umræða hefur skapast í kringum uppstillingu Viðreisnar fyrir komandi kosningar, en fyrr í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannessyni hefði verið boðið 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sjálfur sagðist hann hafa samþykkt það gegn því að fá afsökunarbeiðni, sem hann fékk ekki. Hann er því ekki á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Sara Dögg segist þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarið. Hún vildi því upplýsa félaga sína í flokknum um milli hverra valið stóð, en nokkrir hafi sóst eftir 3. sætinu. „En leynd ríkir yfir hverjir gefa kost á sér,“ skrifaði Sara Dögg á Facebook. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
„Ég hef verið, að ég held og þó ég segi sjálf frá, mjög öflugur bæjarfulltrúi. Það vissulega kom mér á óvart að ég fengi ekki sæti,“ segir Sara Dögg í samtali við Vísi. Hún segir uppstillingarnefndina hafa rökstutt ákvörðun sína með þeim hætti að vera hennar á listanum myndi gera hann of einsleitan og að hún væri of gömul. „Ég sem hafði haldið að það væri enginn eins og ég. Mér fannst það svolítið skondið. Svo er ég talin of gömul. Það eru rökin sem ég fæ.“ Viðreisn kynnti lista sinn í kjördæminu á fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, leiðir listann en í öðru sætinu kemur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson nýr inn. Viðreisn náði inn tveimur mönnum á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. „Pólitíkin er víða“ Sara Dögg segir þetta mikil vonbrigði fyrir sig persónulega, þó hún viti að enginn eigi kröfu til sætis á lista. Sjálf hefði hún þó haldið að vinna hennar sem bæjarfulltrúi sýndi fram á málefni sem fólk vildi sjá fara lengra. „Ég veit að ég er með stuðning í þessu kjördæmi og búin að vinna þannig vinnu sem bæjarfulltrúi að ég held að það sé ýmislegt að finna eftir mig sem fólk hefði viljað sjá að ég tæki lengra,“ segir hún en bætir við að nú muni hún beina kröftum sínum að starfi sínu sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, enda brenni hún fyrir því starfi. Þónokkur umræða hefur skapast í kringum uppstillingu Viðreisnar fyrir komandi kosningar, en fyrr í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannessyni hefði verið boðið 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sjálfur sagðist hann hafa samþykkt það gegn því að fá afsökunarbeiðni, sem hann fékk ekki. Hann er því ekki á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Sara Dögg segist þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarið. Hún vildi því upplýsa félaga sína í flokknum um milli hverra valið stóð, en nokkrir hafi sóst eftir 3. sætinu. „En leynd ríkir yfir hverjir gefa kost á sér,“ skrifaði Sara Dögg á Facebook.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32