Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit sýknaður Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 18:37 Lögreglumaðurinn starfar fyrir lögregluna á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir lögreglumanni sem var ákærður fyrir stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi. Sannað þótti í málinu að lögreglumaðurinn hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit í að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hann hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Daginn eftir að lögreglumaðurinn sem var ákærður leitaði í húsnæðinu ásamt félaga sínum fundust tæp 1,9 kíló af kannabisefnum og 1,7 lítrar af kannabisblönduðum vökva í húsnæðinu sem höfðu einnig verið þar kvöldið áður. Hafði áður reynt að rökræða við lögreglumanninn, án árangurs Fyrir Héraðsdómi Suðurlands bar lögreglumaðurinn að hann hefði ekki séð önnu kannabisefni við húsleitina en 300-500 millílítra af „gruggugu skítugu vatni“ í potti. Sá sem vísaði honum á efnið hafi tjjáði honum að hann hefði ætlað að búa til kannabisolíu en að efnið væri ónýtt eftir suðu. Lögreglumaðurinn hafi þá leitað af sér grun um að frekari kannabisefni væru í húsnæðinu en sagðist hann þó ekki hafa talið líklegt að það væri tilfellið. Hann hefði því ekki talið réttlætanlegt að „snúa svona húsi við á hvolf“. Úr dómnum má lesa að húsnæðið hafi ekki verið snyrtilegt. Neitaði lögreglumaðurinn að hafa séð tíu lítra fötu hálffulla af kannabislaufum eða svartan ruslapoka með afskorningum. Lögreglukona sem tók þátt í húsleitinni með honum sagðist fyrir dómi hafa tekið því sem svo að hann hefði vitað af fötunni og þá hefði hún séð hann halda á svarta ruslapokanum. Útilokaði hún að lögreglumaðurinn sem var ákærður hefði ekki séð fötuna þar sem hún hefði verið áberandi. Lögreglukonan kvaðst hafa gert ráð fyrir því að þau tækju efnin með sér þegar þau fóru frá húsinu. Þegar það gerðist ekki hafi henni fundið það skrýtin afgreiðsla. Hún hefði þó ekki þorað að taka fyrir hendurnar á félaga sínum þar sem hann hefði verið stjórnandi á vettvangi og með tíu ára starfsreynslu umfram hana. Auk þess hefði hún reynt að rökræða við hann áður „án þess að það hefði skilað neinu“. Þegar í lögreglubílinn var komið segir konan að félagi sinn hefði sagt sér að hann hefði ekki talið ástæðu til þess að taka efnin þar sem þau væru aðallega afklippur og rusl. Hann hefði þó beðið hana um að nefna það ekki við aðra lögreglumenn því einhverjir þeirra hefðu sennilegt tekið efnin. Þegar konan fór með öðrum lögreglumanni á vettvang daginn eftir lögðu þau hald á efnin. Lítið magn og lítil gæði Landsréttur taldi í dómi sínum að ekki yrði refsað fyrir brot lögreglumannsins nema að það væri framið af ásetningi og aðeins ef um væri að ræða gróf eða ítrekuð tilvik vanrækslu eða hirðuleysis. Ekkert hefði komið fram um að lögreglumaðurinn hefði haft ástæðu til þess að líta fram hjá fíkniefnunum auk þess sem sannað væri að hann hefði framkvæmt frekari leit í húsnæðinu og fyrir utan það. Aðstæður til leitar hefðu jafnframt verið erfiðar. Þá var ekki talið sannað að lögreglumaðurinn hefði séð, honum hlyti að hafa verið ljóst eða hann hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort að kannabisefni væru í fötunni. Þó að sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Staðfesti Landsréttur því sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júní í fyrra. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði. Lögreglan Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira
Sannað þótti í málinu að lögreglumaðurinn hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit í að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hann hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Daginn eftir að lögreglumaðurinn sem var ákærður leitaði í húsnæðinu ásamt félaga sínum fundust tæp 1,9 kíló af kannabisefnum og 1,7 lítrar af kannabisblönduðum vökva í húsnæðinu sem höfðu einnig verið þar kvöldið áður. Hafði áður reynt að rökræða við lögreglumanninn, án árangurs Fyrir Héraðsdómi Suðurlands bar lögreglumaðurinn að hann hefði ekki séð önnu kannabisefni við húsleitina en 300-500 millílítra af „gruggugu skítugu vatni“ í potti. Sá sem vísaði honum á efnið hafi tjjáði honum að hann hefði ætlað að búa til kannabisolíu en að efnið væri ónýtt eftir suðu. Lögreglumaðurinn hafi þá leitað af sér grun um að frekari kannabisefni væru í húsnæðinu en sagðist hann þó ekki hafa talið líklegt að það væri tilfellið. Hann hefði því ekki talið réttlætanlegt að „snúa svona húsi við á hvolf“. Úr dómnum má lesa að húsnæðið hafi ekki verið snyrtilegt. Neitaði lögreglumaðurinn að hafa séð tíu lítra fötu hálffulla af kannabislaufum eða svartan ruslapoka með afskorningum. Lögreglukona sem tók þátt í húsleitinni með honum sagðist fyrir dómi hafa tekið því sem svo að hann hefði vitað af fötunni og þá hefði hún séð hann halda á svarta ruslapokanum. Útilokaði hún að lögreglumaðurinn sem var ákærður hefði ekki séð fötuna þar sem hún hefði verið áberandi. Lögreglukonan kvaðst hafa gert ráð fyrir því að þau tækju efnin með sér þegar þau fóru frá húsinu. Þegar það gerðist ekki hafi henni fundið það skrýtin afgreiðsla. Hún hefði þó ekki þorað að taka fyrir hendurnar á félaga sínum þar sem hann hefði verið stjórnandi á vettvangi og með tíu ára starfsreynslu umfram hana. Auk þess hefði hún reynt að rökræða við hann áður „án þess að það hefði skilað neinu“. Þegar í lögreglubílinn var komið segir konan að félagi sinn hefði sagt sér að hann hefði ekki talið ástæðu til þess að taka efnin þar sem þau væru aðallega afklippur og rusl. Hann hefði þó beðið hana um að nefna það ekki við aðra lögreglumenn því einhverjir þeirra hefðu sennilegt tekið efnin. Þegar konan fór með öðrum lögreglumanni á vettvang daginn eftir lögðu þau hald á efnin. Lítið magn og lítil gæði Landsréttur taldi í dómi sínum að ekki yrði refsað fyrir brot lögreglumannsins nema að það væri framið af ásetningi og aðeins ef um væri að ræða gróf eða ítrekuð tilvik vanrækslu eða hirðuleysis. Ekkert hefði komið fram um að lögreglumaðurinn hefði haft ástæðu til þess að líta fram hjá fíkniefnunum auk þess sem sannað væri að hann hefði framkvæmt frekari leit í húsnæðinu og fyrir utan það. Aðstæður til leitar hefðu jafnframt verið erfiðar. Þá var ekki talið sannað að lögreglumaðurinn hefði séð, honum hlyti að hafa verið ljóst eða hann hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort að kannabisefni væru í fötunni. Þó að sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Staðfesti Landsréttur því sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júní í fyrra. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði.
Lögreglan Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira