Þeysist eftir Þjóðvegi 1 í hjólastól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2021 11:53 Arnar Helgi kominn til Víkur í Mýrdal í morgun. Bjarki Viðar Bragason Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson er á fleygiferð í áttina að lokamarki sínu að hjóla 400 km fyrir lok dags. Ferðalag Arnars hófst klukkan 16 í gær við Jökulsárlón og var Arnar Helgi að renna í gegnum Vík í Mýrdal klukkan hálf ellefu í morgun. Ferðin hefur sóst nokkuð vel hjá Arnari og meðalhraði hans til þessa er um 15 km á klukkustund. Arnar studdur af hóp vina og vandamanna og meðal þeirra sem hjólað hefur með honum í gegnum nóttina er eiginkona hans, Sóley Bára Garðarsdóttir. Í Vík bættust fleiri félagar í föruneytið og framundan er lokaleggurinn frá Vík að Selfossi. Spáin í dag fyrir hópinn er ágætt, bjart en 5-10 metrar á sekúndu mest á hlið. Vonar að ferðin verði öðrum hvatning Ferðin er farin til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og er öllum liðtæku hjólreiðafólki velkomið að slást í för með honum hluta af leiðinni. „Það er von mín að ferðin verði öllum hvatning til að hreyfa sig meira. Láta ekki neitt standa í vegi fyrir sér heldur taka af skarið því hreyfing og líkamlegur styrkur eru nauðsynleg vopn allra í dagsins önn,“ segir Arnar. Hann hefur aldrei áður hjólað viðlíka vegalengd en hann hefur undirbúið sig fyrir ferðina í meira en ár. Arnar Helgi við Jökulsárlón í gær þar sem lagt var af stað klukkan 16.Bjarki Viðar Bragason Arnar lenti í mótorhjólaslysi í september árið 2002, þá 26 ára gamall, en í því slysi lamaðist hann frá brjósti og niður. Hann lét þó ekki deigan síga sneri sér fljótlega að íþróttum, fyrst lyftingum, svo hjólastóla-race og nú handahjólreiðum. Í dag er Arnar formaður SEM samtakanna, samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, og er hjólaferðin til styrktar samtökunum. Um leið Arnar Helgi hjólar þessa 400 kílómetra vill hann benda á mikilvægi hreyfingar en hann og SEM samtökin hafa sett af stað söfnun fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum. SEM samtökin munu hafa umsjón með hjólunum en hvert þeirra kostar tvær og hálfa milljón króna. Verkefnið er unnið í samstarfi við íþróttasamband fatlaðra. Hjólin verða lánuð hreyfihömluðu fólki endurgjaldslaust til þess að hvetja það til hreyfingar. Ódýrustu hjólin kosta milljón „Ódýrustu hjólin fyrir hreyfihamlaða kosta rúma milljón og það segir sig sjálft að það er ekki farið út í slíkja fjárfestingu fyrir nokkra hjólatúra í mánuði. Auk þess sem það eru ekki allir aflögufærir um að borga slíka upphæð fyrir afþreyingu sína,“ segir Arnar Helgi. „Hjólin eru með mismunandi stillingum á erfiðleikastigi og henta því bæði í rólega hjólatúra og svo meira krefjandi hreyfingu.“ Rætt var við Arnar Helga í fréttum Stöðvar 2 á dögunm í tilefni verkefnisins. Arnar Helgi sagði í viðtali í vor að lífið væri langt frá því að vera búið þó maður sé lamaður. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli, það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni.“ Hann segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður, mottóið hans sé að vera betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra, sem hann umgengst. Allir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, íþróttasamband fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan. Allt fjármagn sem kemur inn í tengslum við verkefnið mun fara í kaup á hjólum til hreyfingar. SEM samtökin Kennitala 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400 Hjólreiðar Reykjanesbær Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Ferðalag Arnars hófst klukkan 16 í gær við Jökulsárlón og var Arnar Helgi að renna í gegnum Vík í Mýrdal klukkan hálf ellefu í morgun. Ferðin hefur sóst nokkuð vel hjá Arnari og meðalhraði hans til þessa er um 15 km á klukkustund. Arnar studdur af hóp vina og vandamanna og meðal þeirra sem hjólað hefur með honum í gegnum nóttina er eiginkona hans, Sóley Bára Garðarsdóttir. Í Vík bættust fleiri félagar í föruneytið og framundan er lokaleggurinn frá Vík að Selfossi. Spáin í dag fyrir hópinn er ágætt, bjart en 5-10 metrar á sekúndu mest á hlið. Vonar að ferðin verði öðrum hvatning Ferðin er farin til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og er öllum liðtæku hjólreiðafólki velkomið að slást í för með honum hluta af leiðinni. „Það er von mín að ferðin verði öllum hvatning til að hreyfa sig meira. Láta ekki neitt standa í vegi fyrir sér heldur taka af skarið því hreyfing og líkamlegur styrkur eru nauðsynleg vopn allra í dagsins önn,“ segir Arnar. Hann hefur aldrei áður hjólað viðlíka vegalengd en hann hefur undirbúið sig fyrir ferðina í meira en ár. Arnar Helgi við Jökulsárlón í gær þar sem lagt var af stað klukkan 16.Bjarki Viðar Bragason Arnar lenti í mótorhjólaslysi í september árið 2002, þá 26 ára gamall, en í því slysi lamaðist hann frá brjósti og niður. Hann lét þó ekki deigan síga sneri sér fljótlega að íþróttum, fyrst lyftingum, svo hjólastóla-race og nú handahjólreiðum. Í dag er Arnar formaður SEM samtakanna, samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, og er hjólaferðin til styrktar samtökunum. Um leið Arnar Helgi hjólar þessa 400 kílómetra vill hann benda á mikilvægi hreyfingar en hann og SEM samtökin hafa sett af stað söfnun fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum. SEM samtökin munu hafa umsjón með hjólunum en hvert þeirra kostar tvær og hálfa milljón króna. Verkefnið er unnið í samstarfi við íþróttasamband fatlaðra. Hjólin verða lánuð hreyfihömluðu fólki endurgjaldslaust til þess að hvetja það til hreyfingar. Ódýrustu hjólin kosta milljón „Ódýrustu hjólin fyrir hreyfihamlaða kosta rúma milljón og það segir sig sjálft að það er ekki farið út í slíkja fjárfestingu fyrir nokkra hjólatúra í mánuði. Auk þess sem það eru ekki allir aflögufærir um að borga slíka upphæð fyrir afþreyingu sína,“ segir Arnar Helgi. „Hjólin eru með mismunandi stillingum á erfiðleikastigi og henta því bæði í rólega hjólatúra og svo meira krefjandi hreyfingu.“ Rætt var við Arnar Helga í fréttum Stöðvar 2 á dögunm í tilefni verkefnisins. Arnar Helgi sagði í viðtali í vor að lífið væri langt frá því að vera búið þó maður sé lamaður. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli, það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni.“ Hann segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður, mottóið hans sé að vera betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra, sem hann umgengst. Allir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, íþróttasamband fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan. Allt fjármagn sem kemur inn í tengslum við verkefnið mun fara í kaup á hjólum til hreyfingar. SEM samtökin Kennitala 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400
Hjólreiðar Reykjanesbær Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira