Innlent

Tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgar mikið

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölgunina má ekki síst rekja til aukningar á stafrænu kynferðisofbeldi.
Fjölgunina má ekki síst rekja til aukningar á stafrænu kynferðisofbeldi.

Tilkynningum til barnaverndanefnda vegna kynferðisbrota hefur fjölgað mikið milli ára, en fyrstu þrjá mánuði ársins voru þær alls 224 eða um 87 prósent fleiri, samanborið við sama tímabil í fyrra.

Frá þessu er greint í nýrri úttekt Barnaverndarstofu sem birt var í vikunni. 

Morgunblaðið hefur eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, að fjölgunin skýrist að hluta af þeim fjölda mála sem komið hafa upp og varða stafrænt kynferðisofbeldi. 

Hún segir gerendur í slíkum málum gjarnan vera stórtæka og fórnarlömb í einu máli geti verið tíu til fimmtán talsins. 

Heiða Björg segir málafjöldann hafa aukið álag á barnaverndarkerfið, sem hafi verið veikt fyrir og að nauðsynlegt sé að fjölga starfsfólki Barnahúss og finna stærra húsnæði undir starfsemina til að hægt sé að sinna verkefnunum sem skyldi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.