Innlent

Fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta gegn dóttur sinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Spænska lögreglan handtók manninn í Benissa, skammt frá Alicante, í október á síðasta ári og var hann framseldur til Danmerkur í desember síðastliðinn.
Spænska lögreglan handtók manninn í Benissa, skammt frá Alicante, í október á síðasta ári og var hann framseldur til Danmerkur í desember síðastliðinn. Lögreglan á Spáni

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms.

TV2 á Fjóni greinir frá dómnum sem kveðinn var upp í dag. Lögmaður Íslendingsins áfrýjaði niðurstöðunni um leið til Landsréttar.

Brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir áttu sér stað á árunum 2006 og 2010, annars vegar á Íslandi og hins vegar í sumarhúsi á Fjóni. Dóttirin var á aldrinum fimm til níu ára á þeim tíma.

Trúði vinkonum sínum fyrir brotunum

„Málið hefur verið óvenjulegt á ýmsan hátt. Annars vegar er um að ræða mjög alvarleg brot gegn eigin dóttur. Hins vegar hefur framburður vitna spilað afgerandi þátt við úrlausn málsins því svo langt er um liðið síðan brotin áttu sér stað að engin sönnunargögn eru fyrir hendi,“ segir Jacob Thaarup hjá lögreglunni á Fjóni í tilkynningu.

Þar hafi ráðið miklu að stúlkan hafi trúað tveimur vinkonum sínum fyrir því sem gerðist snemma í ferlinu. Það hafi verið afgerandi þáttur í að fá málið tekið upp og að fá dóm yfir geranda. Hann segist þó hafa vonast eftir sjö til átta ára fangelsisdóm. Erfitt hafi verið að sækja málið vegna þess hve langt sé liðið síðan brotin áttu sér stað. Staðreyndirnar tali þó sínu máli, það sé óvenju alvarlegt.

„Ég efaðist aldrei um frásögn dótturinnar en það þýðir ekki að dómstóllinn sé sama sinnis.“

Handtekinn á Spáni

Þar hafi ráðið miklu að stúlkan hafi trúað tveimur vinkonum sínum fyrir því sem gerðist snemma í ferlinu. Það hafi verið afgerandi þáttur í að fá málið tekið upp og að fá dóm yfir geranda. Hann segist þó hafa vonast eftir sjö til átta ára fangelsisdóm. Erfitt hafi verið að sækja málið vegna þess hve langt sé liðið síðan brotin áttu sér stað. Staðreyndirnar tali þó sínu máli, það sé óvenju alvarlegt.

„Ég efaðist aldrei um frásögn dótturinnar en það þýðir ekki að dómstóllinn sé sama sinnis,“ segir Jakob.

Vísað frá Danmörku

Brot mannsins voru tilkynnt til lögreglunnar á Fjóni af sveitarfélaginu Nyborg í desember 2018. Í júní 2020 var Íslendingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald án þess að dvalarstaður hans lægi fyrir. Rannsókn leiddi í ljós að hann dveldi líklega á Spáni og var gefin út evrópsk handtökuskipun.

Karlmaðurinn var handtekinn á Alicante í október 2020 og framseldur til Danmerkur í desember. Auk þess að hljóta fjögurra ára fangelsisdóm verður Íslendingnum meinað frá komu til Danmerkur fyrir lífstíð. Hann hefur neitað sök á öllum stigum málsins.

Fréttin hefur verið uppfærð


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×