Innlent

Hundur seldur á uppboði hjá sýslumanni

Snorri Másson skrifar
Enskur setter er dýr hundategund.
Enskur setter er dýr hundategund. Pixabay

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu verður í næstu viku með uppboð á Rjúpnabrekku Blakki, enskum setter-hundi, sem er settur á uppboð vegna slita á sameign tveggja aðila.

Ekki fer sögum af því hverjir eru að selja hann frá sér eða hvers vegna til slitanna kemur en ljóst er að hundurinn er verðmætur, eins og segir í frétt DV. Þar er hann sagður margverðlaunaður.

Enskur setter er vinsæll meðal veiðimanna, einkum þeirra sem fara á rjúpuveiðar. Vel þjálfaðir hundar, eins og ætla má að Blakkur sé, getur bent á hvar bráðina er að finna og sótt hana eftir að hún hefur verið felld.

Samkvæmt upplýsingum Vísis er harla óvanalegt að hundar og dýr yfirleitt séu seld á uppboði á vegum embættisins. Það kemur þó fyrir að hross séu seld af ýmsum ástæðum.

Frétt á vef Sýslumannsins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×