Ekki fer sögum af því hverjir eru að selja hann frá sér eða hvers vegna til slitanna kemur en ljóst er að hundurinn er verðmætur, eins og segir í frétt DV. Þar er hann sagður margverðlaunaður.
Enskur setter er vinsæll meðal veiðimanna, einkum þeirra sem fara á rjúpuveiðar. Vel þjálfaðir hundar, eins og ætla má að Blakkur sé, getur bent á hvar bráðina er að finna og sótt hana eftir að hún hefur verið felld.
Samkvæmt upplýsingum Vísis er harla óvanalegt að hundar og dýr yfirleitt séu seld á uppboði á vegum embættisins. Það kemur þó fyrir að hross séu seld af ýmsum ástæðum.
