Dóra Björt segir umdeilda fíkniefnaauglýsingu óboðlega Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2021 14:02 Dóra Björt, borgarfulltrúi Pírata sem eru í meirihlutasamstarfi í borginni, bætist nú í hóp þeirra sem á erfitt með að sætta sig við það að hafa verið fífluð til að vera með í auglýsingu Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna. vísir/vilhelm/getty Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata fordæmir auglýsingu sem Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna birtu í síðustu viku og telur afar vafaasamt að nafn Reykjavíkurborgar sé lagt við slíkan áróður. „Það vekur því athygli að á lista yfir aðila sem styðja við skilaboðin er að finna Reykjavíkurborg, Bílastæðasjóð og Hitt húsið. Ég vil lýsa því skýrt yfir að ég tek ekki undir slíkan hræðsluáróður. Reykjavíkurborg hefur skaðaminnkun sem hluta af sinni yfirlýstu stefnu. Þetta er að mínu mati gjörsamlega óboðlegt,“ segir Dóra Björt í harðorðum pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Eins og Vísir hefur fjallað um er téð auglýsing afar umdeild og nú eru að koma fram ýmsir þeir sem keyptu styrktarlínu eða fyrirtækjamerki og segja að styrkur til þeirra hafi verið sóttur á fölskum forsendum. Dóra Björt segir skilaboð auglýsingarinnar ganga „gjörsamlega í berhögg við þá pólitík sem ég og við Píratar stöndum fyrir. Gegn hugmyndafræði skaðaminnkunar, fræðslu frekar en hræðslu, auk þess sem hægt er að lesa skilaboðin sem sett fram til höfuðs þingmálum sem minn flokkur hefur staðið fyrir eða tekið þátt í að ýmist leggja grunn að eða hreinlega útbúa eins og frumvörp um afglæpavæðingu og neyslurými sem og þingsályktun um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímaefnaneyslu.“ Dóra Björt hefur beðið um svör innan borgarkerfisins hvernig þetta gat gerst, að Reykjavíkurborg og batterí á vegum borgarinnar lentu inni á auglýsingunn. „Ég er mjög ósátt við það og mun beita mér fyrir því að svona geti ekki aftur gerst, hafi einhver á vegum borgarinnar komið að þessu máli. Ég vona að svo sé ekki, en eins og bent hefur verið á þá hafði Rauði krossinn sem dæmi ekki samþykkt að vera á þessum lista.“ Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. 21. júní 2021 20:24 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Það vekur því athygli að á lista yfir aðila sem styðja við skilaboðin er að finna Reykjavíkurborg, Bílastæðasjóð og Hitt húsið. Ég vil lýsa því skýrt yfir að ég tek ekki undir slíkan hræðsluáróður. Reykjavíkurborg hefur skaðaminnkun sem hluta af sinni yfirlýstu stefnu. Þetta er að mínu mati gjörsamlega óboðlegt,“ segir Dóra Björt í harðorðum pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Eins og Vísir hefur fjallað um er téð auglýsing afar umdeild og nú eru að koma fram ýmsir þeir sem keyptu styrktarlínu eða fyrirtækjamerki og segja að styrkur til þeirra hafi verið sóttur á fölskum forsendum. Dóra Björt segir skilaboð auglýsingarinnar ganga „gjörsamlega í berhögg við þá pólitík sem ég og við Píratar stöndum fyrir. Gegn hugmyndafræði skaðaminnkunar, fræðslu frekar en hræðslu, auk þess sem hægt er að lesa skilaboðin sem sett fram til höfuðs þingmálum sem minn flokkur hefur staðið fyrir eða tekið þátt í að ýmist leggja grunn að eða hreinlega útbúa eins og frumvörp um afglæpavæðingu og neyslurými sem og þingsályktun um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímaefnaneyslu.“ Dóra Björt hefur beðið um svör innan borgarkerfisins hvernig þetta gat gerst, að Reykjavíkurborg og batterí á vegum borgarinnar lentu inni á auglýsingunn. „Ég er mjög ósátt við það og mun beita mér fyrir því að svona geti ekki aftur gerst, hafi einhver á vegum borgarinnar komið að þessu máli. Ég vona að svo sé ekki, en eins og bent hefur verið á þá hafði Rauði krossinn sem dæmi ekki samþykkt að vera á þessum lista.“
Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. 21. júní 2021 20:24 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. 21. júní 2021 20:24