Súludansinn krefst styrks, liðleika og samhæfingar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. júní 2021 10:31 Súludans nýtur sífellt meiri vinsælda á Íslandi. @seidrdance Um tvö hundruð einstaklingar æfa súludans hér á landi. Bæði konur og karlar æfa súludans á Íslandi og hér eru þrjú stúdíó. „Ég segi oftast súludansari en mér finnst súluíþróttamenn líka hljóma mjög vel, þetta er íþrótt og tekur rosa mikinn styrk, liðleika og samhæfingu. Þetta er rosa erfið íþrótt og mjög falleg að mínu mati, segir súludansarinn Sólveig Seibitz. Kirsti Steauadinovitz tekur undir segir að það þurfi að byggja upp styrkinn og velja margir að lyfta með dansinum til þess að minnka líkur á meiðslum. Þær ræddu súludansinn í Bítinu á Bylgjunni í dag. Súludansararnir Sólveig Seibitz og Kirsti Steauadinovitz.Bítið Í Bítinu voru þáttastjórnendur að velta því fyrir sér hvaðan súludansinn kæmi, hvort það væri frá Kína eða Indllandi. Þessi dans sem þær Sólveig og Kirsti kenna á rætur sínar ekki að rekja svo langt aftur. „Súludansinn sem við kennum í stöðinni á uppruna á strip clubs,“ segir Kirsti. Þetta kemur frá súludansstaðstöðum en í dag er keppt í þessari íþrótt hér á landi og hefur meðal annars verið haldið hér íslandsmeistaramót. „Þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Sólveig. Í keppnum snýst allt um að sýna einhverja tækni og fá fyrir það stig. Hún er sjálf hrifnari af því að sýna súludans. „Þá getur þú meira verið þú sjálfur.“ View this post on Instagram A post shared by SEIÐR (@seidrdance) Þann 8.júlí taka þær þátt í Reykjavík fringe festival með hópnum Seiðr, fjölbreyttum sviðslistahóp sem hefur það sameiginlegt að bindast gegnum súlu og súludans. Hópurinn hefur ýmist bakgrunn í súludansi, fimleikum, loftfimleikum, burlesque, parkour og fleira. „Það er alþjóðleg hátíð sem er fyrir sviðslistir sem eru smá óhefðbundnar.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Dans Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
„Ég segi oftast súludansari en mér finnst súluíþróttamenn líka hljóma mjög vel, þetta er íþrótt og tekur rosa mikinn styrk, liðleika og samhæfingu. Þetta er rosa erfið íþrótt og mjög falleg að mínu mati, segir súludansarinn Sólveig Seibitz. Kirsti Steauadinovitz tekur undir segir að það þurfi að byggja upp styrkinn og velja margir að lyfta með dansinum til þess að minnka líkur á meiðslum. Þær ræddu súludansinn í Bítinu á Bylgjunni í dag. Súludansararnir Sólveig Seibitz og Kirsti Steauadinovitz.Bítið Í Bítinu voru þáttastjórnendur að velta því fyrir sér hvaðan súludansinn kæmi, hvort það væri frá Kína eða Indllandi. Þessi dans sem þær Sólveig og Kirsti kenna á rætur sínar ekki að rekja svo langt aftur. „Súludansinn sem við kennum í stöðinni á uppruna á strip clubs,“ segir Kirsti. Þetta kemur frá súludansstaðstöðum en í dag er keppt í þessari íþrótt hér á landi og hefur meðal annars verið haldið hér íslandsmeistaramót. „Þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Sólveig. Í keppnum snýst allt um að sýna einhverja tækni og fá fyrir það stig. Hún er sjálf hrifnari af því að sýna súludans. „Þá getur þú meira verið þú sjálfur.“ View this post on Instagram A post shared by SEIÐR (@seidrdance) Þann 8.júlí taka þær þátt í Reykjavík fringe festival með hópnum Seiðr, fjölbreyttum sviðslistahóp sem hefur það sameiginlegt að bindast gegnum súlu og súludans. Hópurinn hefur ýmist bakgrunn í súludansi, fimleikum, loftfimleikum, burlesque, parkour og fleira. „Það er alþjóðleg hátíð sem er fyrir sviðslistir sem eru smá óhefðbundnar.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Dans Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira