Ákærð fyrir að myrða manninn sem misnotaði hana í 24 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2021 08:42 Valérie Bacot var fyrst nauðgað af stjúpföður sínum þegar hún var 12 ára. Skjáskot/TF1 Í dag hefjast réttarhöld yfir Valérie Bacot, sem er ákærð fyrir að hafa myrt stjúpföður sinn og seinna eiginmann. Bacot hefur játað að hafa orðið manninum að bana en hann nauðgaði henni fyrst þegar hún var 12 ára gömul. Heimilisofbeldi er útbreitt vandamál í Frakklandi og það sem af er ári hafa að minnsta kosti 55 konur verið myrtar af maka eða fyrrverandi maka. Þegar Bacot skaut Daniel Polette hafði hann beitt hana ofbeldi í 24 ár, gert hana ólétta að minnsta kosti fjórum sinnum og selt hana í vændi. Franska útgáfan Fayard gaf í maí síðastliðnum út ævisögu Bacot, sem ber heitið „Allir vissu“. Þar greinir Bacot meðal annars frá því hvernig Polette var dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell árið 1995 en flutti aftur inn á heimilið þegar hann losnaði þremur árum seinna og hélt áfram að misnota Bacot. Í bókinni segist Bacot eitt sinn hafa heyrt móður sína segja að sér væri alveg sama hvað Polette gerði við dótturina, svo lengi sem hún yrði ekki ólétt. Það varð hún hins vegar 17 ára gömul en þá flutti Polette hana annað. Bacot eignaðist þrjú börn til viðbótar í kjölfar kynferðisofbeldis Polette. Óttaðist hvað hann myndi gera dóttur þeirra Bacot segist hafa lifað í daglegum ótta við Polette og hvað hann myndi gera henni og börnunum ef hún reyndi að flýja. Polette ákvað að lokum að hætta að vinna og selja Bacot í vændi. Bacot var látin „þjónusta“ viðskiptavini aftur í bifreið en þegar einn viðskiptavinanna nauðgaði henni gafst hún upp, tók byssu sem Polette geymdi í bílnum og skaut hann til bana. Mál Bacot þykir enduróma mál Jaqueline Sauvage, sem var gift ofbeldisfullum alkahólista í 47 ár, sem hún sagði hafa nauðgað sér og dætrum sínum þremur og beitt son þeirra kynferðisofbeldi. Í september árið 2012, daginn eftir að sonur hennar hengdi sig, skaut Sauvage eiginmann sinn til bana. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi en náðuð af Francois Hollande Frakklandsforseta eftir þrjú ár. Ákæruvaldið segir Bacot hafa lagt á ráðin um morðið en hún hefur sjálf sagst hafa óttast að Polette myndi misnota dóttur þeirra. Verjendur Bacot segja að fyrir Bacot hafi þetta snúist um líf eða dauða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Heimilisofbeldi er útbreitt vandamál í Frakklandi og það sem af er ári hafa að minnsta kosti 55 konur verið myrtar af maka eða fyrrverandi maka. Þegar Bacot skaut Daniel Polette hafði hann beitt hana ofbeldi í 24 ár, gert hana ólétta að minnsta kosti fjórum sinnum og selt hana í vændi. Franska útgáfan Fayard gaf í maí síðastliðnum út ævisögu Bacot, sem ber heitið „Allir vissu“. Þar greinir Bacot meðal annars frá því hvernig Polette var dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell árið 1995 en flutti aftur inn á heimilið þegar hann losnaði þremur árum seinna og hélt áfram að misnota Bacot. Í bókinni segist Bacot eitt sinn hafa heyrt móður sína segja að sér væri alveg sama hvað Polette gerði við dótturina, svo lengi sem hún yrði ekki ólétt. Það varð hún hins vegar 17 ára gömul en þá flutti Polette hana annað. Bacot eignaðist þrjú börn til viðbótar í kjölfar kynferðisofbeldis Polette. Óttaðist hvað hann myndi gera dóttur þeirra Bacot segist hafa lifað í daglegum ótta við Polette og hvað hann myndi gera henni og börnunum ef hún reyndi að flýja. Polette ákvað að lokum að hætta að vinna og selja Bacot í vændi. Bacot var látin „þjónusta“ viðskiptavini aftur í bifreið en þegar einn viðskiptavinanna nauðgaði henni gafst hún upp, tók byssu sem Polette geymdi í bílnum og skaut hann til bana. Mál Bacot þykir enduróma mál Jaqueline Sauvage, sem var gift ofbeldisfullum alkahólista í 47 ár, sem hún sagði hafa nauðgað sér og dætrum sínum þremur og beitt son þeirra kynferðisofbeldi. Í september árið 2012, daginn eftir að sonur hennar hengdi sig, skaut Sauvage eiginmann sinn til bana. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi en náðuð af Francois Hollande Frakklandsforseta eftir þrjú ár. Ákæruvaldið segir Bacot hafa lagt á ráðin um morðið en hún hefur sjálf sagst hafa óttast að Polette myndi misnota dóttur þeirra. Verjendur Bacot segja að fyrir Bacot hafi þetta snúist um líf eða dauða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira