Ákærð fyrir að myrða manninn sem misnotaði hana í 24 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2021 08:42 Valérie Bacot var fyrst nauðgað af stjúpföður sínum þegar hún var 12 ára. Skjáskot/TF1 Í dag hefjast réttarhöld yfir Valérie Bacot, sem er ákærð fyrir að hafa myrt stjúpföður sinn og seinna eiginmann. Bacot hefur játað að hafa orðið manninum að bana en hann nauðgaði henni fyrst þegar hún var 12 ára gömul. Heimilisofbeldi er útbreitt vandamál í Frakklandi og það sem af er ári hafa að minnsta kosti 55 konur verið myrtar af maka eða fyrrverandi maka. Þegar Bacot skaut Daniel Polette hafði hann beitt hana ofbeldi í 24 ár, gert hana ólétta að minnsta kosti fjórum sinnum og selt hana í vændi. Franska útgáfan Fayard gaf í maí síðastliðnum út ævisögu Bacot, sem ber heitið „Allir vissu“. Þar greinir Bacot meðal annars frá því hvernig Polette var dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell árið 1995 en flutti aftur inn á heimilið þegar hann losnaði þremur árum seinna og hélt áfram að misnota Bacot. Í bókinni segist Bacot eitt sinn hafa heyrt móður sína segja að sér væri alveg sama hvað Polette gerði við dótturina, svo lengi sem hún yrði ekki ólétt. Það varð hún hins vegar 17 ára gömul en þá flutti Polette hana annað. Bacot eignaðist þrjú börn til viðbótar í kjölfar kynferðisofbeldis Polette. Óttaðist hvað hann myndi gera dóttur þeirra Bacot segist hafa lifað í daglegum ótta við Polette og hvað hann myndi gera henni og börnunum ef hún reyndi að flýja. Polette ákvað að lokum að hætta að vinna og selja Bacot í vændi. Bacot var látin „þjónusta“ viðskiptavini aftur í bifreið en þegar einn viðskiptavinanna nauðgaði henni gafst hún upp, tók byssu sem Polette geymdi í bílnum og skaut hann til bana. Mál Bacot þykir enduróma mál Jaqueline Sauvage, sem var gift ofbeldisfullum alkahólista í 47 ár, sem hún sagði hafa nauðgað sér og dætrum sínum þremur og beitt son þeirra kynferðisofbeldi. Í september árið 2012, daginn eftir að sonur hennar hengdi sig, skaut Sauvage eiginmann sinn til bana. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi en náðuð af Francois Hollande Frakklandsforseta eftir þrjú ár. Ákæruvaldið segir Bacot hafa lagt á ráðin um morðið en hún hefur sjálf sagst hafa óttast að Polette myndi misnota dóttur þeirra. Verjendur Bacot segja að fyrir Bacot hafi þetta snúist um líf eða dauða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Heimilisofbeldi er útbreitt vandamál í Frakklandi og það sem af er ári hafa að minnsta kosti 55 konur verið myrtar af maka eða fyrrverandi maka. Þegar Bacot skaut Daniel Polette hafði hann beitt hana ofbeldi í 24 ár, gert hana ólétta að minnsta kosti fjórum sinnum og selt hana í vændi. Franska útgáfan Fayard gaf í maí síðastliðnum út ævisögu Bacot, sem ber heitið „Allir vissu“. Þar greinir Bacot meðal annars frá því hvernig Polette var dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell árið 1995 en flutti aftur inn á heimilið þegar hann losnaði þremur árum seinna og hélt áfram að misnota Bacot. Í bókinni segist Bacot eitt sinn hafa heyrt móður sína segja að sér væri alveg sama hvað Polette gerði við dótturina, svo lengi sem hún yrði ekki ólétt. Það varð hún hins vegar 17 ára gömul en þá flutti Polette hana annað. Bacot eignaðist þrjú börn til viðbótar í kjölfar kynferðisofbeldis Polette. Óttaðist hvað hann myndi gera dóttur þeirra Bacot segist hafa lifað í daglegum ótta við Polette og hvað hann myndi gera henni og börnunum ef hún reyndi að flýja. Polette ákvað að lokum að hætta að vinna og selja Bacot í vændi. Bacot var látin „þjónusta“ viðskiptavini aftur í bifreið en þegar einn viðskiptavinanna nauðgaði henni gafst hún upp, tók byssu sem Polette geymdi í bílnum og skaut hann til bana. Mál Bacot þykir enduróma mál Jaqueline Sauvage, sem var gift ofbeldisfullum alkahólista í 47 ár, sem hún sagði hafa nauðgað sér og dætrum sínum þremur og beitt son þeirra kynferðisofbeldi. Í september árið 2012, daginn eftir að sonur hennar hengdi sig, skaut Sauvage eiginmann sinn til bana. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi en náðuð af Francois Hollande Frakklandsforseta eftir þrjú ár. Ákæruvaldið segir Bacot hafa lagt á ráðin um morðið en hún hefur sjálf sagst hafa óttast að Polette myndi misnota dóttur þeirra. Verjendur Bacot segja að fyrir Bacot hafi þetta snúist um líf eða dauða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira