Fótbolti

De Boer létt eftir félagaskipti Depay

Anton Ingi Leifsson skrifar
Depay er um það bil svona glaður að vera búinn að skrifa undir hjá Barcelona.
Depay er um það bil svona glaður að vera búinn að skrifa undir hjá Barcelona. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Frank De Boer, þjálfara hollenska landsliðsins, er létt eftir að loks var staðfest í gær að lærisveinn hans hjá Hollandi, Memphis Depay, skiptir til Barcelona í sumar.

Samningur Memphis við Lyon rennur út 30. júní og þá mun hann ganga í raðir Börsunga en sögusagnirnar hafa verið lengi í loftinu.

De Boer er þó létt að nú sé þetta loksins orðið staðfest og Depay geti einbeitt sér hundrað prósent að hollenska landsliðinu á EM sem stendur nú yfir.

„Þetta er léttir,“ sagði De Boer í samtali við Goal.

„Kannski getur þetta gefið honum auka hvatningu svo hann standi sig enn betur því við þurfum hann í toppformi,“ bætti hann við.

Hollendingar hafa farið nokkuð auðveldlega í gegnum tvo fyrstu leikina í riðlinum gegn Austurríki og Úkraínu.

Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er annað kvöld er þeir spila við Norður-Makedóníu.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.