Allar björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag vegna slasaðs svifvængjamanns á Búrfelli í Þjórsárdal. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang á þriðja tímanum og hlúðu að konunni, sem flutt var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi.
Mikill viðbúnaður var vegna útkallsins en sjúkraflutningamenn frá Suðurlandi voru einnig kallaðir út. Konan slasaðist eitthvað í óhappinu en á vettvangi var grunur um beinbrot.
Þyrlan lenti á spítalnum með konuna rétt eftir klukkan þrjú, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Björgunin gekk vel og aðstæður góðar á vettvangi.
Uppfært klukkan 16:39.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira