Erlent

Fannst látin eftir að hafa sest upp í bíl með ó­kunnugum

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Lík Catherine fannst rétt austan við borgina Moskvu í Rússlandi.
Lík Catherine fannst rétt austan við borgina Moskvu í Rússlandi. Getty/Valery Sharifulin

Lík bandarískrar konu fannst um helgina í skógi austan við Moskvu í Rússlandi. Konan hvarf þann 15. júní síðastliðinn eftir að hafa sest upp í bíl með ókunnugum. Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið karlmann vegna málsins.

Sú látna er hin þrjátíu og fjögurra ára gamla Catherine Serou. Móðir hennar vissi síðast af henni á þriðjudagskvöld þar sem hún var á hraðferð upp á heilsugæslu til þess að gera upp greiðslu sem hafði ekki farið í gegn. 

„Vonandi er ekki verið að ræna mér“

Catherine sendi móður sinni textaskilaboð þess efnis að hún væri í bíl með ókunnugri manneskju. Móðirin telur líklegt að Catherine hafi ákveðið að húkka sér far í stað þess að bíða eftir leigubíl.

Síðustu skilaboð frá Catherine voru:

„Er í bíl með ókunnugum. Vonandi er ekki verið að ræna mér.“

Leitarflokkar leituðu Catherine í vikunni á því svæði sem farsími hennar gaf síðast frá sér merki.

Síafbrotamaður liggur undir grun

Karlmaðurinn sem var handtekinn er grunaður um að hafa myrt Catherine. Hann er á fimmtugsaldri og hefur ítrekað verið dæmdur fyrir alvarlega glæpi.

Catherine hafði flutt til Rússland fyrir tveimur árum og hafið meistaranám í lögfræði. Hún hafði notið tímans í Rússlandi en hugðist flytja aftur heim til Bandaríkjanna til þess að starfa sem lögmaður í innflytjendamálum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.