Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 11:35 Guðjón Óskarsson, Reykvíkingur ársins ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. Þegar Guðjón missti vinnuna í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins, efndi hann til tíu vikna átaks sem fól í sér að hreinsa upp tyggjóklessur af götum borgarinnar. Hann segist hafa hreinsað upp yfir 56 þúsund tyggjóklessur. „Ég taldi til dæmis tyggjóklessurnar sem ég hreinsaði upp í Ingólfsstræti á fyrsta degi. Þær voru nærri því átta hundruð bara öðrum megin götunnar,“ segir Guðjón. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við hundrað gráðu hita. „Þetta er hundrað prósent umhverfisvæn aðferð, enda fór ég í átakið vegna þess að mér þótti ástandið vera svolítið svakalegt á sumum stöðum í Miðborginni.“ Hér má sjá Reykvíking ársins 2021 við störf. Guðjón er búinn að fara nokkrar umferðir um Miðborgina og fer til dæmis alltaf reglulega niður Skólavörðustíg. Í hvert skipti eru komnar nýjar tyggjóklessur, en þeim fer þó fækkandi. Hann telur ungu kynslóðina vera orðna meðvitaða um að henda ekki tyggjóklessum á gangstéttir. „Vei tyggjókarlinn“ Í starfinu fær Guðjón hreyfingu og útiveru í nokkra klukkutíma á hverjum degi og segir hann þetta vera auðvelda leið til þess að halda sér í formi. Krakkar í bænum fagna Guðjóni og segir Guðjón þá gjarnan hrópa „Vei, tyggjókarlinn“ þegar þau sjá hann. „Ætlun mín var alltaf að vekja athygli á þessu vandamáli með átakinu. Þetta er sóðaskapur og vont fyrir umhverfið. Ég er umhverfissinni og vona að fólk geri mig atvinnulausan með því að hætta að henda tyggjói á göturnar. Ég hef hins vegar alltaf unnið og ætla ekkert að hætta því á meðan ég get,“ segir hann. Guðjón er ánægður með þann heiður að vera valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann er sá ellefti til þess að hljóta nafnbótina og fékk að opna Elliðarárnar í morgun. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að veiðin hafi verið treg og að Guðjón hafi ekki fengið lax. Reykjavík Borgarstjórn Góðverk Stangveiði Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Þegar Guðjón missti vinnuna í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins, efndi hann til tíu vikna átaks sem fól í sér að hreinsa upp tyggjóklessur af götum borgarinnar. Hann segist hafa hreinsað upp yfir 56 þúsund tyggjóklessur. „Ég taldi til dæmis tyggjóklessurnar sem ég hreinsaði upp í Ingólfsstræti á fyrsta degi. Þær voru nærri því átta hundruð bara öðrum megin götunnar,“ segir Guðjón. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við hundrað gráðu hita. „Þetta er hundrað prósent umhverfisvæn aðferð, enda fór ég í átakið vegna þess að mér þótti ástandið vera svolítið svakalegt á sumum stöðum í Miðborginni.“ Hér má sjá Reykvíking ársins 2021 við störf. Guðjón er búinn að fara nokkrar umferðir um Miðborgina og fer til dæmis alltaf reglulega niður Skólavörðustíg. Í hvert skipti eru komnar nýjar tyggjóklessur, en þeim fer þó fækkandi. Hann telur ungu kynslóðina vera orðna meðvitaða um að henda ekki tyggjóklessum á gangstéttir. „Vei tyggjókarlinn“ Í starfinu fær Guðjón hreyfingu og útiveru í nokkra klukkutíma á hverjum degi og segir hann þetta vera auðvelda leið til þess að halda sér í formi. Krakkar í bænum fagna Guðjóni og segir Guðjón þá gjarnan hrópa „Vei, tyggjókarlinn“ þegar þau sjá hann. „Ætlun mín var alltaf að vekja athygli á þessu vandamáli með átakinu. Þetta er sóðaskapur og vont fyrir umhverfið. Ég er umhverfissinni og vona að fólk geri mig atvinnulausan með því að hætta að henda tyggjói á göturnar. Ég hef hins vegar alltaf unnið og ætla ekkert að hætta því á meðan ég get,“ segir hann. Guðjón er ánægður með þann heiður að vera valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann er sá ellefti til þess að hljóta nafnbótina og fékk að opna Elliðarárnar í morgun. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að veiðin hafi verið treg og að Guðjón hafi ekki fengið lax.
Reykjavík Borgarstjórn Góðverk Stangveiði Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44