Partýsprengja um helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 10:15 Skál fyrir þér, We are the champions og Djamm í kvöld eru lög sem munu eflaust hljóma í einhverjum útskriftarveislum um helgina á milli þess sem korkurinn flýgur úr flöskunum. Vísir/vilhelm Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. Því til viðbótar eru afmæli, brúðkaup, steggjanir og gæsanir skipulagðar um allt land. Það má því reikna með því að vínið flæði og timburmenn á sunnudeginum verði mögulega sögulegir, hvað fjölda timburmanna varðar í það minnsta. Við bætist auðvitað uppsöfnuð partýþörf eftir kórónuveiruárið 2020. Árið þar sem fresta þurfti stórafmælum, brúðkaupum og veislum af öllum toga. Nú þegar slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum og góður gangur er í bólusetningum er víða komið að því að blása til veislu. Finna fyrir veislunum í Vínbúðinni Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir starfsfólkið finna vel fyrir veislustandi í sumar. Reikna má með að margir leggi leið sína í vínbúðirnar í dag að versla inn fyrir morgundaginn. Hvítvínið verður örugglega flæðandi víða um helgina.Vísir/Vilhelm „Við sjáum það sem gerist í dag ekki fyrr en á morgun,“ segir Sigrún Ósk. Starfsfólkið hafi þó fundið fyrir auknu álagi. Koma verði í ljós hvort fólk sé búið að gera ráðstafanir fyrir veislur morgundagsins eða örtröð verði í dag. En veislutímabilið sé svo sannarlega hafið. „Þau hafa fundið fyrir því í veisluþjónustunni að það eru veislur fram undan. Það er uppsöfnuð veisluþörf,“ segir Sigrún Ósk. Háskólaútskriftunum fylgi auðvitað fjöldi veisla. Allt uppbókað um helgina Þegar skipuleggja á flotta veislu eru margir sem stækka húsnæðið sitt með því að henda upp tjaldi í garðinn. Einhverjir fylgdust með nágrönnum sínum nýta frídaginn í gær til að setja upp tjald í garðinum. Seglagerðin er á meðal þeirra sem leigja út tjöld. Björgvin Barðdal, seglasaumari hjá Seglagerðinni, finnur sannarlega fyrir veisluhöldum helgarinnar. Fjölmargir nemendur við Háskóla Íslands útskrifast á morgun.Vísir/vilhelm „Þessi helgi er öll uppbókuð og sú næsta líka,“ segir Björgvin. Tjöldin eru af öllum stærðum og gerðum, svo eru bekkir, borð og fleira sem fólk næli sér í fyrir veislur. Leiga á slíkum búnaði í kórónuveirufaraldrinum hafi verið engin, eðli máls samkvæmt, en nú sé allt á uppleið. „Flestum er boðið í fjórar til fimm veislur um helgina, með kostum og göllum,“ segir Björgvin. Háskólar Áfengi og tóbak Næturlíf Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Því til viðbótar eru afmæli, brúðkaup, steggjanir og gæsanir skipulagðar um allt land. Það má því reikna með því að vínið flæði og timburmenn á sunnudeginum verði mögulega sögulegir, hvað fjölda timburmanna varðar í það minnsta. Við bætist auðvitað uppsöfnuð partýþörf eftir kórónuveiruárið 2020. Árið þar sem fresta þurfti stórafmælum, brúðkaupum og veislum af öllum toga. Nú þegar slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum og góður gangur er í bólusetningum er víða komið að því að blása til veislu. Finna fyrir veislunum í Vínbúðinni Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir starfsfólkið finna vel fyrir veislustandi í sumar. Reikna má með að margir leggi leið sína í vínbúðirnar í dag að versla inn fyrir morgundaginn. Hvítvínið verður örugglega flæðandi víða um helgina.Vísir/Vilhelm „Við sjáum það sem gerist í dag ekki fyrr en á morgun,“ segir Sigrún Ósk. Starfsfólkið hafi þó fundið fyrir auknu álagi. Koma verði í ljós hvort fólk sé búið að gera ráðstafanir fyrir veislur morgundagsins eða örtröð verði í dag. En veislutímabilið sé svo sannarlega hafið. „Þau hafa fundið fyrir því í veisluþjónustunni að það eru veislur fram undan. Það er uppsöfnuð veisluþörf,“ segir Sigrún Ósk. Háskólaútskriftunum fylgi auðvitað fjöldi veisla. Allt uppbókað um helgina Þegar skipuleggja á flotta veislu eru margir sem stækka húsnæðið sitt með því að henda upp tjaldi í garðinn. Einhverjir fylgdust með nágrönnum sínum nýta frídaginn í gær til að setja upp tjald í garðinum. Seglagerðin er á meðal þeirra sem leigja út tjöld. Björgvin Barðdal, seglasaumari hjá Seglagerðinni, finnur sannarlega fyrir veisluhöldum helgarinnar. Fjölmargir nemendur við Háskóla Íslands útskrifast á morgun.Vísir/vilhelm „Þessi helgi er öll uppbókuð og sú næsta líka,“ segir Björgvin. Tjöldin eru af öllum stærðum og gerðum, svo eru bekkir, borð og fleira sem fólk næli sér í fyrir veislur. Leiga á slíkum búnaði í kórónuveirufaraldrinum hafi verið engin, eðli máls samkvæmt, en nú sé allt á uppleið. „Flestum er boðið í fjórar til fimm veislur um helgina, með kostum og göllum,“ segir Björgvin.
Háskólar Áfengi og tóbak Næturlíf Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira