Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 20:41 Björn Þorláksson var ráðinn upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun árið 2017. Vísir/Aðsend Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, eftir því sem Ríkisútvarpið greinir frá. Björn var ráðinn í stöðu upplýsingafulltrúa hjá Umhverfisstofnun árið 2017 en staðan var lögð niður í upphafi þessa árs. RÚV greinir frá því að í stefnunni komi fram að Björn hafi fyrirvaralaust verið kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember á síðasta ári. Honum hafi þar verið afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans.´ Þá hafi honum verið boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar á þessu ári hafi Birni síðan verið tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar hafi Umhverfisstofnun auglýst starf sérfræðings í starfrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Samkvæmt stefnunni hafi verkefnalýsing þess starfs svipað til þeirra verkefna sem Björn sinnti meðan hann starfaði hjá stofnuninni. Björn byggir á því að ákvörðun um að leggja starf hans niður hafi verið ólögmæt og að hann hefði hæglega getað sinnt hinu nýja starfi sérfræðings sem Umhverfisstofnun auglýsti til umsóknar. Hann byggir þá á því að niðurlagning starfsins hafi verið afar íþyngjandi fyrir hann og leitt til fjárhagslegs tjóns. Þá hafi framganga Umhverfisstofnunar valdið honum andlegu tjóni, rýrt starfsheiður hans og álit annara á honum. Krafa Björns hljóðar því upp á laun fyrir tvö ár auk þriggja milljóna í miskabætur, samtals 23 milljónir króna. Umhverfismál Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, eftir því sem Ríkisútvarpið greinir frá. Björn var ráðinn í stöðu upplýsingafulltrúa hjá Umhverfisstofnun árið 2017 en staðan var lögð niður í upphafi þessa árs. RÚV greinir frá því að í stefnunni komi fram að Björn hafi fyrirvaralaust verið kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember á síðasta ári. Honum hafi þar verið afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans.´ Þá hafi honum verið boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar á þessu ári hafi Birni síðan verið tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar hafi Umhverfisstofnun auglýst starf sérfræðings í starfrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Samkvæmt stefnunni hafi verkefnalýsing þess starfs svipað til þeirra verkefna sem Björn sinnti meðan hann starfaði hjá stofnuninni. Björn byggir á því að ákvörðun um að leggja starf hans niður hafi verið ólögmæt og að hann hefði hæglega getað sinnt hinu nýja starfi sérfræðings sem Umhverfisstofnun auglýsti til umsóknar. Hann byggir þá á því að niðurlagning starfsins hafi verið afar íþyngjandi fyrir hann og leitt til fjárhagslegs tjóns. Þá hafi framganga Umhverfisstofnunar valdið honum andlegu tjóni, rýrt starfsheiður hans og álit annara á honum. Krafa Björns hljóðar því upp á laun fyrir tvö ár auk þriggja milljóna í miskabætur, samtals 23 milljónir króna.
Umhverfismál Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent