Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 20:41 Björn Þorláksson var ráðinn upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun árið 2017. Vísir/Aðsend Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, eftir því sem Ríkisútvarpið greinir frá. Björn var ráðinn í stöðu upplýsingafulltrúa hjá Umhverfisstofnun árið 2017 en staðan var lögð niður í upphafi þessa árs. RÚV greinir frá því að í stefnunni komi fram að Björn hafi fyrirvaralaust verið kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember á síðasta ári. Honum hafi þar verið afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans.´ Þá hafi honum verið boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar á þessu ári hafi Birni síðan verið tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar hafi Umhverfisstofnun auglýst starf sérfræðings í starfrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Samkvæmt stefnunni hafi verkefnalýsing þess starfs svipað til þeirra verkefna sem Björn sinnti meðan hann starfaði hjá stofnuninni. Björn byggir á því að ákvörðun um að leggja starf hans niður hafi verið ólögmæt og að hann hefði hæglega getað sinnt hinu nýja starfi sérfræðings sem Umhverfisstofnun auglýsti til umsóknar. Hann byggir þá á því að niðurlagning starfsins hafi verið afar íþyngjandi fyrir hann og leitt til fjárhagslegs tjóns. Þá hafi framganga Umhverfisstofnunar valdið honum andlegu tjóni, rýrt starfsheiður hans og álit annara á honum. Krafa Björns hljóðar því upp á laun fyrir tvö ár auk þriggja milljóna í miskabætur, samtals 23 milljónir króna. Umhverfismál Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, eftir því sem Ríkisútvarpið greinir frá. Björn var ráðinn í stöðu upplýsingafulltrúa hjá Umhverfisstofnun árið 2017 en staðan var lögð niður í upphafi þessa árs. RÚV greinir frá því að í stefnunni komi fram að Björn hafi fyrirvaralaust verið kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember á síðasta ári. Honum hafi þar verið afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans.´ Þá hafi honum verið boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar á þessu ári hafi Birni síðan verið tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar hafi Umhverfisstofnun auglýst starf sérfræðings í starfrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Samkvæmt stefnunni hafi verkefnalýsing þess starfs svipað til þeirra verkefna sem Björn sinnti meðan hann starfaði hjá stofnuninni. Björn byggir á því að ákvörðun um að leggja starf hans niður hafi verið ólögmæt og að hann hefði hæglega getað sinnt hinu nýja starfi sérfræðings sem Umhverfisstofnun auglýsti til umsóknar. Hann byggir þá á því að niðurlagning starfsins hafi verið afar íþyngjandi fyrir hann og leitt til fjárhagslegs tjóns. Þá hafi framganga Umhverfisstofnunar valdið honum andlegu tjóni, rýrt starfsheiður hans og álit annara á honum. Krafa Björns hljóðar því upp á laun fyrir tvö ár auk þriggja milljóna í miskabætur, samtals 23 milljónir króna.
Umhverfismál Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira