Erlent

Flokkur Macron í rétt rúmlega tíu prósentum

Atli Ísleifsson skrifar
Macron greiðir atkvæði í gær.
Macron greiðir atkvæði í gær. epa/Christian Hartmann

Fyrstu tölur benda til að hvorki flokkur Emmanuels Macron Frakklandsforseta né öfgahægriflokkur Marine Le Pen hafi tekist að bæta við sig mörgum mönnum í fyrri umferð héraðskosninga sem fram fóru í landinu í gær.

Flokkur Macrons virðist sem stendur hafa náð rétt rúmlega tíu prósent atkvæða, en tíu prósent þarf til að geta tekið þátt í síðari umferð kosninganna um næstu helgi. 

Hægiflokkurinn Repúblikanarnir standa vel að vígi fyrir síðari umferðina og hafa hlotið um 27 prósent atkvæða, og flokkur Le Pen hlaut um nítján prósent. 

Kosið er um héraðsstjórnir í þrettán hérðuðum á meginlandi Frakklands auk einnar til viðbótar utan. Þá var einnig kosið til um hundrað minni stjórnsýslueininga en frambjóðendur töldu um 15.700 og börðust um rúmlega fjögur þúsund sæti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.