Lágstemmd hátíðarhöld á morgun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. júní 2021 17:56 Aldís Amah Hamilton var fjallkonan árið 2019. Friðrik Þór Halldórsson Hátíðarhöld verða lágstemmd í miðborginni á þjóðhátíðardegi Íslendinga á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til að forðast hópamyndanir. Hefðbundin morgunathöfn hefst á Austurvelli klukkan ellefu þar sem forsætisráðherra Íslands og fjallkonan halda ávarp en athöfninni verður í beinni útsendingu á RÚV. Þaðan verður gengið í Hólavallakirkjugarð þar sem blómsveigur verður lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Að því búnu tekur við fjölbreytt hátíðardagskrá. „Það eru listhópar Hins hússins, götuleikhúsið, sirkúslistafólk, dans og tónlist. Svona „pop up“ víðsvegar um miðborgina. Þannig að ef að fólk ætlar að rölta niður í bæ þá gæti það átt von á að lúðrasveit labbi framhjá eða dans verði á götuhorni. Þannig að þetta verður smá í flæðinu,“ sagði Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, viðburðarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hátíðarhöld í Reykjavík verða með lágstemmdara móti en venjulega vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til þess að forðast hópamyndanir. „Í fyrra fengum við að vera fimm hundruð manns saman en í ár eru aðeins þrjú hundruð þannig við reynum að dreifa álaginu. Við ætlum að vera með matarvagna bæði í Hljómskálagarði og á Klambratúni ásamt sirkusfólki sem er á vappinu um svæðið þannig við erum ekki með neina tímasetta dagskrá til þess að forðast hópamyndanir,“ sagði Aðalheiður. Fjölbreytt dagskrá um land allt Á Akureyri hefst dagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum þar sem forseti bæjarstjórnar heldur hátíðarávarp. Milli klukkan 14 og 16 verður svo fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorginu, en að því búnu tekur við kvölddagskrá í miðbænum til miðnættis. Flest sveitarfélög hafa birt dagskrá á vef sínum. Í Kópavogi hefst dagskrá klukkan tíu þegar haldið verður hlaup fyrir 1.-6. bekk á Kópavogsvelli og í Garðabæ verður meðal annars boðið upp á Kanósiglingar í Sjálandi. 17. júní Reykjavík Akureyri Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Hefðbundin morgunathöfn hefst á Austurvelli klukkan ellefu þar sem forsætisráðherra Íslands og fjallkonan halda ávarp en athöfninni verður í beinni útsendingu á RÚV. Þaðan verður gengið í Hólavallakirkjugarð þar sem blómsveigur verður lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Að því búnu tekur við fjölbreytt hátíðardagskrá. „Það eru listhópar Hins hússins, götuleikhúsið, sirkúslistafólk, dans og tónlist. Svona „pop up“ víðsvegar um miðborgina. Þannig að ef að fólk ætlar að rölta niður í bæ þá gæti það átt von á að lúðrasveit labbi framhjá eða dans verði á götuhorni. Þannig að þetta verður smá í flæðinu,“ sagði Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, viðburðarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hátíðarhöld í Reykjavík verða með lágstemmdara móti en venjulega vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til þess að forðast hópamyndanir. „Í fyrra fengum við að vera fimm hundruð manns saman en í ár eru aðeins þrjú hundruð þannig við reynum að dreifa álaginu. Við ætlum að vera með matarvagna bæði í Hljómskálagarði og á Klambratúni ásamt sirkusfólki sem er á vappinu um svæðið þannig við erum ekki með neina tímasetta dagskrá til þess að forðast hópamyndanir,“ sagði Aðalheiður. Fjölbreytt dagskrá um land allt Á Akureyri hefst dagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum þar sem forseti bæjarstjórnar heldur hátíðarávarp. Milli klukkan 14 og 16 verður svo fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorginu, en að því búnu tekur við kvölddagskrá í miðbænum til miðnættis. Flest sveitarfélög hafa birt dagskrá á vef sínum. Í Kópavogi hefst dagskrá klukkan tíu þegar haldið verður hlaup fyrir 1.-6. bekk á Kópavogsvelli og í Garðabæ verður meðal annars boðið upp á Kanósiglingar í Sjálandi.
17. júní Reykjavík Akureyri Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira