Telur ekki sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítala Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 20:55 Alma Möller landlæknir telur að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum á Landakoti. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir það ekki vera sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítalans vegna hópsýkingar á Landakoti. Hlutverk embættisins sé einungis að finna hvað hefði mátt fara betur. Í dag voru birtar niðurstöður skýrslu landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti þar sem fimmtíu og sjö starfsmenn og fjörutíu og tveir sjúklingar smituðust. Alma Möller, landlæknir segist reyna að draga lærdóm af svo hræðilegum atburði. „Það er hlutverk landlæknis að rannsaka alvarleg atvik til að finna á þeim skýringar svo allt sé hægt að gera til að hindra að þau endurtaki sig,“ segir Alma Að sögn Ölmu er heilmikil umbótavinna farin af stað á Landakoti. Úrbæturnar snúa að skimunum, gerð viðbragðsáætlunar, sýkingavörnum, fræðslu starfsfólks og innra eftirliti. Hólfaskipting og smitvarnir ekki eins góð og talið var Hún segir ástæðu þess hve langan tíma tók að greina þá sem voru smitaðir af veirunni, vera sú að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum. Í skýrslunni kemur fram að margt hefði mátt fara betur hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Ófullkomin hólfaskipting vegur þungt í þessu, að mati landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með sjúklingum og starfsfólki. „Ég hugsa að menn hafi haldið að hólfaskiptingin væri betri en raun var á. Eins og fram hefur komið í skýrslu Landspítala, þá er húsnæðið svo sannarlega ekki að vinna með okkur í heimsfaraldri. Þannig ég held að menn hafi almennt haldið að bæði hólfaskipting og smitvarnir væru betri en raunin varð á,“ segir Alma Möller landlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Í dag voru birtar niðurstöður skýrslu landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti þar sem fimmtíu og sjö starfsmenn og fjörutíu og tveir sjúklingar smituðust. Alma Möller, landlæknir segist reyna að draga lærdóm af svo hræðilegum atburði. „Það er hlutverk landlæknis að rannsaka alvarleg atvik til að finna á þeim skýringar svo allt sé hægt að gera til að hindra að þau endurtaki sig,“ segir Alma Að sögn Ölmu er heilmikil umbótavinna farin af stað á Landakoti. Úrbæturnar snúa að skimunum, gerð viðbragðsáætlunar, sýkingavörnum, fræðslu starfsfólks og innra eftirliti. Hólfaskipting og smitvarnir ekki eins góð og talið var Hún segir ástæðu þess hve langan tíma tók að greina þá sem voru smitaðir af veirunni, vera sú að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum. Í skýrslunni kemur fram að margt hefði mátt fara betur hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Ófullkomin hólfaskipting vegur þungt í þessu, að mati landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með sjúklingum og starfsfólki. „Ég hugsa að menn hafi haldið að hólfaskiptingin væri betri en raun var á. Eins og fram hefur komið í skýrslu Landspítala, þá er húsnæðið svo sannarlega ekki að vinna með okkur í heimsfaraldri. Þannig ég held að menn hafi almennt haldið að bæði hólfaskipting og smitvarnir væru betri en raunin varð á,“ segir Alma Möller landlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01