Síðasta ár sýni ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júní 2021 20:51 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur séð dramatíska breytingu á þeim brotum sem lögreglan sinnir venjulega um helgar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar. Ásgeir var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir síðasta ár hafa gefið vísbendingu um ávinning þess að hafa opnunartíma skemmtistaða styttri. Ofbeldis- og kynferðisbrot fleiri þegar opnunartíminn er lengri „Við höfum verið með aðra menningu í þessum skemmtanakúltúr síðasta árið og áttum alveg samtal við veitingamenn þegar var búið að skerða opnunartíma, en vorum kannski ekki alveg komin með fjöldatakmarkanir, og þeir voru alveg nokkrir sem vildu meina að þeir væru nú ekki að bera neinn skarðan hlut frá borði. Fólk væri bara að byrja fyrr og væri þá ekki búið að fá sér vel heima hjá sér, þannig þeir voru kannski bara að selja þeim meira á öðrum tíma.“ Ásgeir segir jafnframt að fjöldi rannsókna sýni fram á það að eftir því sem skemmtistaðir eru opnir lengur á nóttunni, fjölgi ofbeldisbrotum. „Það sem við fengum að sjá í gegnum þennan tíma er mjög dramatísk breyting á brotum sem við alla jafna þurfum að sinna, sérstaklega um helgar.“ Lögreglan kýs frekar hávaðatilkynningar en ofbeldisbrot Hann segir síðasta ár hafa verið tilraun á því hvort þau ofbeldis- og kynferðisbrot sem lögregla sinnir vanalega niðri í miðbæ um helgar, myndu færast yfir í heimahús, en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi borið meira á tilkynningum um hávaða og partýstand í heimahúsum. „En það hefur enginn farið illa út úr því að sofa ekki í tvo þrjá tíma. Þannig við lögreglumenn viljum alveg skipta,“ segir Ásgeir. Ef horft er til Norðurlandanna er opnunartími skemmti- og veitingastaða með öðru sniði en þekkist í Reykjavík. Ásgeir segir að þar sé opnunartíminn breytilegur en að eftir klukkan eitt þurfi fólk yfirleitt að leita í úthverfin, vilji það halda fjörinu áfram. Hann segir lögregluna ekki vilja gefa út neina fyrirfram gefna línu í þessum málum, heldur vilji hún vera hluti af samtali milli þeirra sem sækja miðborgina, starfa þar, eiga þar rekstur og búa þar. „Kannski verður niðurstaðan bara sú að menn vilja bara halda áfram eins og var, en ég stórefa það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni. Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Ásgeir var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir síðasta ár hafa gefið vísbendingu um ávinning þess að hafa opnunartíma skemmtistaða styttri. Ofbeldis- og kynferðisbrot fleiri þegar opnunartíminn er lengri „Við höfum verið með aðra menningu í þessum skemmtanakúltúr síðasta árið og áttum alveg samtal við veitingamenn þegar var búið að skerða opnunartíma, en vorum kannski ekki alveg komin með fjöldatakmarkanir, og þeir voru alveg nokkrir sem vildu meina að þeir væru nú ekki að bera neinn skarðan hlut frá borði. Fólk væri bara að byrja fyrr og væri þá ekki búið að fá sér vel heima hjá sér, þannig þeir voru kannski bara að selja þeim meira á öðrum tíma.“ Ásgeir segir jafnframt að fjöldi rannsókna sýni fram á það að eftir því sem skemmtistaðir eru opnir lengur á nóttunni, fjölgi ofbeldisbrotum. „Það sem við fengum að sjá í gegnum þennan tíma er mjög dramatísk breyting á brotum sem við alla jafna þurfum að sinna, sérstaklega um helgar.“ Lögreglan kýs frekar hávaðatilkynningar en ofbeldisbrot Hann segir síðasta ár hafa verið tilraun á því hvort þau ofbeldis- og kynferðisbrot sem lögregla sinnir vanalega niðri í miðbæ um helgar, myndu færast yfir í heimahús, en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi borið meira á tilkynningum um hávaða og partýstand í heimahúsum. „En það hefur enginn farið illa út úr því að sofa ekki í tvo þrjá tíma. Þannig við lögreglumenn viljum alveg skipta,“ segir Ásgeir. Ef horft er til Norðurlandanna er opnunartími skemmti- og veitingastaða með öðru sniði en þekkist í Reykjavík. Ásgeir segir að þar sé opnunartíminn breytilegur en að eftir klukkan eitt þurfi fólk yfirleitt að leita í úthverfin, vilji það halda fjörinu áfram. Hann segir lögregluna ekki vilja gefa út neina fyrirfram gefna línu í þessum málum, heldur vilji hún vera hluti af samtali milli þeirra sem sækja miðborgina, starfa þar, eiga þar rekstur og búa þar. „Kannski verður niðurstaðan bara sú að menn vilja bara halda áfram eins og var, en ég stórefa það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni.
Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira