Vonar að þættirnir stuðli að því að efla íslenskt tónlistarlíf Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2021 16:31 Bergþór Másson segir það mjög mikilvægt að ríkisvaldið hlúi að íslenska tónlistarbransanum. Bergþór Másson er þáttastjórnandi annarrar seríu hlaðvarpsins Bransakjaftæði, sem gefið er út undir merkjum Tónatals. Þættirnir fara af stað á miðvikudag og birtast þá á helstu efnisveitum. Jafnframt verða þættirnir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16 og verða einnig aðgengilegir hér á Vísi. Verkefnið er samstarf ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, STEF, SFH og Íslandsstofu. Í fyrra var vefsíðan Tónatal opnuð með fyrstu seríu Bransakjaftæði sem og stuttum myndskeiðum með GDRN og Loga Pedro þar sem þau gera grein fyrir ólíkum þáttum tónlistarbransans. Markmið verkefnisins er að gera tónlistariðnaðinn aðgengilegri fyrir bæði þau sem eru að stíga sín fyrstu spor sem og þau sem eru lengra komin. Þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, á þessari fyrstu alhliða upplýsingaveitu tónlistariðnaðarins á Íslandi. Átta bransaviðtöl GDRN kom að máli við Sigtrygg hjá ÚTÓN í byrjun árs 2020 um leiðir til að framleiða stutt fræðslumyndbönd um skáningu laga og fyrstu skref fyrir unga tónhöfunda. Úr því spannst síðan hugmyndin að fræðslusíðunni Tónatal. Skjáskot úr fyrstu þáttaröðinni. Fyrsta serían var með þeim formerkjum að ungt tónlistarfólk rakti garnirnar úr reynsluboltum um málefni sem það var forvitið um innan bransans. Þessa seríu framleiðir Bergþór Másson og í hverri viku fær hann til sín góðan gest til að ræða þeirra upplifun. Farið verður af stað með átta þætti, en til hans koma þau: Ólafur Arnalds, tónskáld og framleiðandi Sindri Ástmarsson, umboðsmaður og dagskrárstjóri Hildur Kristín, lagahöfundur og flytjandi Egill Ástráðsson, framleiðandi Esther Þorvaldsdóttir, menningarmiðlari Sigtryggur Baldursson, framkvæmdarstjóri ÚTÓN Pálmi Ragnar Ásgeirsson, framleiðandi og lagahöfundur Sóley Stefánsdóttir, lagahöfundur og flytjandi Mikilvægt að hlúa að tónlistarbransanum Bergþór stýrir hlaðvarpsþáttunum Skoðanabræður og Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Skoðanabræður er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins sem Bergþór heldur úti með Snorra bróður sínum. Þar fá þeir til sín góða og fjölbreytta gesti eins og til dæmis Katrínu Jakobsdóttir, Högna Egilsson, Flóna, Hallgrím Helgason og Agnesi biskup þar sem þeir ræða og greina íslenskan samtíma. Kraftbirtingarhljómur guðdómsins er viðtalsþáttur við íslenska rappara og hefur hann rætt þar við nánast alla rappara landsins. Jafnframt er hann umboðsmaður og útgefandi ClubDub og Birnis, og þekkir þannig tónlistariðnaðinn vel af eigin raun. Hann lærði Music Business and Live Entertainment í London og hefur starfað fyrir Sony Music Iceland og Les Fréres Stefson. „Það sem raunverulega skiptir máli fyrir íslenskt samfélag er listin og menningin - bæði til þess að útlendingar vilji koma hingað og að Íslendingar vilji búa hérna. Samkvæmt rannsóknum eru sterkur lókal infrastúktúr það mikilvægasta fyrir útflutning tónlistar. Þar af leiðandi er mjög mikilvægt að ríkisvaldið hlúi að íslenska tónlistarbransanum. Það borgar sig margfalt. Á alla vegu. Ég vona að þessi hlaðvarpssería stuðli að einhverju leyti að því að efla íslenskt tónlistarlíf.“ Hafir þú frekari áhuga að heyra hvernig tónlistarbransinn gengur fyrir verður hægt að finna Bransakjaftæði með Bergþóri Mássyni á miðvikudag á Spotify, Apple Music, Útvarp 101 og á Vísi. Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Jafnframt verða þættirnir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16 og verða einnig aðgengilegir hér á Vísi. Verkefnið er samstarf ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, STEF, SFH og Íslandsstofu. Í fyrra var vefsíðan Tónatal opnuð með fyrstu seríu Bransakjaftæði sem og stuttum myndskeiðum með GDRN og Loga Pedro þar sem þau gera grein fyrir ólíkum þáttum tónlistarbransans. Markmið verkefnisins er að gera tónlistariðnaðinn aðgengilegri fyrir bæði þau sem eru að stíga sín fyrstu spor sem og þau sem eru lengra komin. Þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, á þessari fyrstu alhliða upplýsingaveitu tónlistariðnaðarins á Íslandi. Átta bransaviðtöl GDRN kom að máli við Sigtrygg hjá ÚTÓN í byrjun árs 2020 um leiðir til að framleiða stutt fræðslumyndbönd um skáningu laga og fyrstu skref fyrir unga tónhöfunda. Úr því spannst síðan hugmyndin að fræðslusíðunni Tónatal. Skjáskot úr fyrstu þáttaröðinni. Fyrsta serían var með þeim formerkjum að ungt tónlistarfólk rakti garnirnar úr reynsluboltum um málefni sem það var forvitið um innan bransans. Þessa seríu framleiðir Bergþór Másson og í hverri viku fær hann til sín góðan gest til að ræða þeirra upplifun. Farið verður af stað með átta þætti, en til hans koma þau: Ólafur Arnalds, tónskáld og framleiðandi Sindri Ástmarsson, umboðsmaður og dagskrárstjóri Hildur Kristín, lagahöfundur og flytjandi Egill Ástráðsson, framleiðandi Esther Þorvaldsdóttir, menningarmiðlari Sigtryggur Baldursson, framkvæmdarstjóri ÚTÓN Pálmi Ragnar Ásgeirsson, framleiðandi og lagahöfundur Sóley Stefánsdóttir, lagahöfundur og flytjandi Mikilvægt að hlúa að tónlistarbransanum Bergþór stýrir hlaðvarpsþáttunum Skoðanabræður og Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Skoðanabræður er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins sem Bergþór heldur úti með Snorra bróður sínum. Þar fá þeir til sín góða og fjölbreytta gesti eins og til dæmis Katrínu Jakobsdóttir, Högna Egilsson, Flóna, Hallgrím Helgason og Agnesi biskup þar sem þeir ræða og greina íslenskan samtíma. Kraftbirtingarhljómur guðdómsins er viðtalsþáttur við íslenska rappara og hefur hann rætt þar við nánast alla rappara landsins. Jafnframt er hann umboðsmaður og útgefandi ClubDub og Birnis, og þekkir þannig tónlistariðnaðinn vel af eigin raun. Hann lærði Music Business and Live Entertainment í London og hefur starfað fyrir Sony Music Iceland og Les Fréres Stefson. „Það sem raunverulega skiptir máli fyrir íslenskt samfélag er listin og menningin - bæði til þess að útlendingar vilji koma hingað og að Íslendingar vilji búa hérna. Samkvæmt rannsóknum eru sterkur lókal infrastúktúr það mikilvægasta fyrir útflutning tónlistar. Þar af leiðandi er mjög mikilvægt að ríkisvaldið hlúi að íslenska tónlistarbransanum. Það borgar sig margfalt. Á alla vegu. Ég vona að þessi hlaðvarpssería stuðli að einhverju leyti að því að efla íslenskt tónlistarlíf.“ Hafir þú frekari áhuga að heyra hvernig tónlistarbransinn gengur fyrir verður hægt að finna Bransakjaftæði með Bergþóri Mássyni á miðvikudag á Spotify, Apple Music, Útvarp 101 og á Vísi.
Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira