Fótbolti

Al­fons á toppinn, Samúel Kári á skotskónum og Strøms­godset vann ó­væntan sigur á Rosen­borg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfons og félagar eru komnir á topp norsku deildarinnar.
Alfons og félagar eru komnir á topp norsku deildarinnar. Boris Streubel/Getty Images

Alls fóru fimm leikir fram í Eliteserien, norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, fram í dag. Þar voru fjórir Íslendinga í eldlínunni á meðan tveir sátu á varamannabekkjum liða sinna.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistara Bodø/Glimt er liðið lagði Mjondalen 2-0 á heimavelli þökk sé tvennu frá Sondre Sorli.

Emil Pálsson lék allan leikinn á miðju Sarpsborg 08 er liðið gerði markalaust jafntefli við Brann á heimavelli.

Strømsgodset vann óvæntan 2-1 sigur á heimavelli gegn Rosenborg. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk heimamanna undir lok leiks. Ari Leifsson sta allan tímann á bekknum hjá heimamönnum líkt og Hólmar Örn Eyjólfsson gerði hjá Rosenborg.

Þá vann Viking 4-1 heimasigur á Vålerenga þar Samúel Kári Friðjónsson skoraði eitt marka Viking. Veton Berisha skoraði tvö og lagði upp tvö í liði heimamanna í dag.

Samúel Kári lék 80 mínútur á miðju Viking en Viðar Örn Kjartansson lék ekki með gestunum vegna meiðsla.

Bodø/Glimt er komið á topp deildarinnar með 16 stig að loknum sjö leikjum. Þar á eftir koma Brynjólfur Andersen Willumsson og félagar í Kristiansund. Í 4. til 8. sæti eru svo Rosenborg, Viking, Vålerenga og Strømsgodset.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.