Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um hnífsstunguárás í miðborg Reykjavíkur í nótt. Fórnarlamb árásinnar liggur þungt haldið á gjörgæsludeild en einn er í haldi lögreglu.

Þá verður rætt við lækninn Tómas Guðbjartsson um björgunina á knattspyrnumanninum Christian Eriksen í gær. Tómas segir heilann þola fjórar mínútur í hjartastoppi áður en óafturkræfar breytingar eiga sér stað. Snör viðbrögð hafi haft mikið að segja.

Þá fjöllum við um niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi og fjöllum einnig um breytta virkni á gosinu í Geldingadölum sem setji gönguleiðina í hættu.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×