Erlent

Minnst 13 særðir eftir skot­á­rás í Texas

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þrettán særðust í skotárás í Austin í Texas í nótt.
Þrettán særðust í skotárás í Austin í Texas í nótt. Getty/Carolyn Van Houten

Minnst 13 særðust í skotárás í miðbæ Austin í Texas í nótt. Skotárásin var gerð í skemmtanahverfi í borginni þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Enginn dó í árásinni en tveir eru alvarlega særðir.

Mikill mannfjöldi var saman kominn í miðborginni. Búið var að girða götuna af til þess að varna því að bílar keyrðu þangað inn og mikil ringulreið skapaðist. Lögreglumenn brugðust fljótt við en þurftu að bregða á það ráð að flytja særða í bílum sínum til að koma þeim af staðnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.