Innlent

Sérsveitin kölluð út á sjó

Árni Sæberg skrifar
Landhelgisgæslan að störfum.
Landhelgisgæslan að störfum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning þess efnis að báti hafi verið stolið í Kópavogshöfn.

Á fjórða tímanum í dag tók karlmaður bát í Kópavogshöfn ófrjálsri hendi og sigldi út á haf.

Björgunarsveitin í Kópavogi fór ásamt lögreglumönnum í átt að bátnum sem var þá kominn út fyrir Álftanes. Þá fóru sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan á bátum til aðstoðar lögreglunni.

Útsendarar réttvísinnar voru ekki lengi að hafa uppi á manninum og fóru lögreglumenn um borð og handtóku hann.

Maðurinn var einn á ferð og hefur verið færður á lögreglustöð til yfirheyrslu síðar í kvöld.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×