Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 17:01 Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur konum. Vísir/Hanna Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur. Landsréttur þyngdi dóm mannsins úr tólf mánuðum í átján mánuði en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um miskabætur stóð. Maðurinn var gert að greiða annarri konunni, A, 1,7 milljónir í miskabætur og hinni, B, 200 þúsund krónur. Málin má rekja aftur til ársins 2019 þegar maðurinn veittist að fyrrverandi kærustu sinni á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn með ofbeldi. Atvikið gerðist aðfaranótt 19. október 2019 þar sem maðurinn veitti konunni, A, ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar en einnig að búk. Maðurinn reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar sem til þess var falið að setja hana í lífshættu samkvæmt dómnum. Konan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð, yfirborðsáverka og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá veittist hann einnig að konunni aðfaranótt 8. september sama ár í Keflavík þar sem hann sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andlit. Töldust þessi brot einnig brot á barnaverndarlögum þar sem hún var ekki orðin 18 ára gömul. Þá var maðurinn sakaður um að hafa þann 24. júlí 2019 veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, B, í bifreið sem maðurinn ók áleiðis í Heiðmörk, slegið og gripið í hana og eftir að hann stöðvaði bifreiðina tekið farsíma hennar og sparkað honum út fyrir veg þannig að síminn eyðilagðist. Hann var ekki sakfelldur fyrir þennan ákærulið. Hann var þó sakfelldur fyrir að hafa ítrekað sent barnsmóður sinni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Hann sendi henni: „Ég lem þig í stöppu“; „Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“; og „Þú gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu, Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur [reiður] þangað til ég sé ig og þa sleppi ég henni ut á þig“. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Landsréttur þyngdi dóm mannsins úr tólf mánuðum í átján mánuði en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um miskabætur stóð. Maðurinn var gert að greiða annarri konunni, A, 1,7 milljónir í miskabætur og hinni, B, 200 þúsund krónur. Málin má rekja aftur til ársins 2019 þegar maðurinn veittist að fyrrverandi kærustu sinni á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn með ofbeldi. Atvikið gerðist aðfaranótt 19. október 2019 þar sem maðurinn veitti konunni, A, ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar en einnig að búk. Maðurinn reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar sem til þess var falið að setja hana í lífshættu samkvæmt dómnum. Konan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð, yfirborðsáverka og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá veittist hann einnig að konunni aðfaranótt 8. september sama ár í Keflavík þar sem hann sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andlit. Töldust þessi brot einnig brot á barnaverndarlögum þar sem hún var ekki orðin 18 ára gömul. Þá var maðurinn sakaður um að hafa þann 24. júlí 2019 veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, B, í bifreið sem maðurinn ók áleiðis í Heiðmörk, slegið og gripið í hana og eftir að hann stöðvaði bifreiðina tekið farsíma hennar og sparkað honum út fyrir veg þannig að síminn eyðilagðist. Hann var ekki sakfelldur fyrir þennan ákærulið. Hann var þó sakfelldur fyrir að hafa ítrekað sent barnsmóður sinni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Hann sendi henni: „Ég lem þig í stöppu“; „Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“; og „Þú gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu, Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur [reiður] þangað til ég sé ig og þa sleppi ég henni ut á þig“.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira