„Alltaf megastress að spila þessa leiki“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 13:30 Heimir Hallgrímsson og Kári Árnason tylltu sér í sófann í EM-stúdíóinu. Stöð 2 Sport Á meðan að sjálfir leikdagar Íslands á EM í Frakklandi 2016 voru eiginlega þægilegustu dagarnir fyrir þjálfarann Heimi Hallgrímsson þá segir Kári Árnason því alltaf fylgja „megastress“ að eiga fyrir höndum leik við stórþjóð. Heimir og Kári voru meðal gesta í síðasta upphitunarþætti Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í kvöld. Þar var hinn merkilegi árangur þeirra á EM í Frakklandi rifjaður upp og Gummi spurði Heimi hvernig það væri að vera þjálfari á leikdegi. Hefur maður ekki áhyggjur af öllu? „Nei, það er reyndar ekki þannig. Yfirleitt eru þetta bestu dagarnir fyrir þjálfarana; síðasti dagur fyrir leik og leikdagur. Það er búið að skipuleggja allt,“ sagði Heimir en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Heimir og Kári á leikdegi „Leikgreinendurnir eru búnir að klára sína vinnu. Við erum búnir að setja upp fundina. Æfingarnar eru ákveðnar. Þetta er ákveðið „fínpúss“. Maður þarf að sjá til þess að leikmenn séu tilbúnir. Snarpir,“ sagði Heimir og nefndi dæmi um „smáatriði“ sem þjálfararnir skoðuðu ef til vill á síðustu dögum fyrir leik: „Ég man að úti í Frakklandi áttum við fyrsta leik við Portúgala sem spiluðu við Eista rétt fyrir mótið og unnu þann leik 7-0. Við vorum þá komnir til Frakklands. Quaresma var maður leiksins gegn Eistum, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö, þannig að það var ekki Ronaldo heldur hinn kantmaðurinn. Þá förum við kannski að spjalla um eitthvað svoleiðis. En það er allt klárt. Allt tilbúið og undir strákunum komið.“ „Alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur“ Þá er einmitt komið að leikmönnunum. Kári tók heils hugar undir orð Gumma um að stressið hefði verið mikið fyrir leiki á EM, gegn nokkrum af stórþjóðum fótboltans: „Þú ert alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur, á móti þessum liðum. Það er alltaf hringsólandi í hausnum á þér, fyrir þessa leiki á móti þessum stóru þjóðum, að þú getir verið látinn líta illa út. Það gerist svo á móti Frakklandi í síðasta leiknum. Af hverju það gerist? Við vorum náttúrulega orðnir þreyttir, búnir að spila mikið á sömu mönnum og svona. Það er bara rosalega stutt á milli og þú veist að þetta getur farið illa en reynir að leiða hugann að öðru. Það er alltaf megastress að spila þessa leiki. Það skiptir í raun ekki máli á móti hverju það er og hvort það er á heima- eða útivelli, þetta er alltaf mikið stress og mikið álag. Það er rosa hjarta sem fer í þetta,“ sagði Kári. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Heimir og Kári voru meðal gesta í síðasta upphitunarþætti Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í kvöld. Þar var hinn merkilegi árangur þeirra á EM í Frakklandi rifjaður upp og Gummi spurði Heimi hvernig það væri að vera þjálfari á leikdegi. Hefur maður ekki áhyggjur af öllu? „Nei, það er reyndar ekki þannig. Yfirleitt eru þetta bestu dagarnir fyrir þjálfarana; síðasti dagur fyrir leik og leikdagur. Það er búið að skipuleggja allt,“ sagði Heimir en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Heimir og Kári á leikdegi „Leikgreinendurnir eru búnir að klára sína vinnu. Við erum búnir að setja upp fundina. Æfingarnar eru ákveðnar. Þetta er ákveðið „fínpúss“. Maður þarf að sjá til þess að leikmenn séu tilbúnir. Snarpir,“ sagði Heimir og nefndi dæmi um „smáatriði“ sem þjálfararnir skoðuðu ef til vill á síðustu dögum fyrir leik: „Ég man að úti í Frakklandi áttum við fyrsta leik við Portúgala sem spiluðu við Eista rétt fyrir mótið og unnu þann leik 7-0. Við vorum þá komnir til Frakklands. Quaresma var maður leiksins gegn Eistum, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö, þannig að það var ekki Ronaldo heldur hinn kantmaðurinn. Þá förum við kannski að spjalla um eitthvað svoleiðis. En það er allt klárt. Allt tilbúið og undir strákunum komið.“ „Alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur“ Þá er einmitt komið að leikmönnunum. Kári tók heils hugar undir orð Gumma um að stressið hefði verið mikið fyrir leiki á EM, gegn nokkrum af stórþjóðum fótboltans: „Þú ert alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur, á móti þessum liðum. Það er alltaf hringsólandi í hausnum á þér, fyrir þessa leiki á móti þessum stóru þjóðum, að þú getir verið látinn líta illa út. Það gerist svo á móti Frakklandi í síðasta leiknum. Af hverju það gerist? Við vorum náttúrulega orðnir þreyttir, búnir að spila mikið á sömu mönnum og svona. Það er bara rosalega stutt á milli og þú veist að þetta getur farið illa en reynir að leiða hugann að öðru. Það er alltaf megastress að spila þessa leiki. Það skiptir í raun ekki máli á móti hverju það er og hvort það er á heima- eða útivelli, þetta er alltaf mikið stress og mikið álag. Það er rosa hjarta sem fer í þetta,“ sagði Kári. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira