Hörð keppni um gullskóinn á EM Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 08:01 Romelu Lukaku, Kylian Mbappé og Harry Kane eru allir líklegir til að skora mörk á EM. EPA Harry Kane, Romelu Lukaku og Kylian Mbappé eru efstir á blaði hjá veðbönkum yfir þá sem eru taldir líklegastir til að vinna gullskóinn á Evrópumótinu í fótbolta. Kane varð markakóngur á HM 2018 þegar hann skoraði sex mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal þrennu gegn Panama. Hann var markahæstur í undankeppni EM með 12 mörk, þar sem hann skoraði tvær þrennur. Kane á fyrir höndum leiki við Króatíu, Skotland og Tékkland í riðlakeppninni á EM og spurning hvort hann setji þrennu gegn einhverjum af þeim andstæðingum. Vefurinn Betting Odds tekur saman stuðla frá nokkrum veðbönkum og þar sést að stuðullinn á að Kane verði markakóngur er á bilinu 5-6. Lukaku þykir álíka líklegur en þessi nýkrýndi Ítalíumeistari með Inter hefur verið stórkostlegur fyrir belgíska landsliðið og skorað 60 mörk í 93 landsleikjum. Mbappé er ekki langt undan og næstir á eftir koma Cristiano Ronaldo og nýi félagi Mbappé í franska landsliðinu, Karim Benzema. Ólíklegast að Ungverji verði markahæstur Squawka hefur tekið saman hvaða leikmaður sé líklegastur í hverju liði til að verða markakóngur. Ólíklegast þykir að markakóngurinn komi úr röðum Ungverja, sem leika í dauðariðlinum, en af þeim er Adam Szalai talinn líklegastur með stuðulinn 250. Af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér að ofan má benda á Hollendinginn Memphis Depay sem skoraði 20 mörk fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur, Robert Lewandowski sem er laus úr rassvasa Brynjars Inga Bjarnasonar, Ítalann Ciro Immobile og Þjóðverjann Timo Werner, auk fleiri. Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á síðasta Evrópumóti með sex mörk, þar af eitt gegn Íslandi, en stuðullinn á að hann endurtaki leikinn er að meðaltali í kringum 20 hjá veðbönkum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Kane varð markakóngur á HM 2018 þegar hann skoraði sex mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal þrennu gegn Panama. Hann var markahæstur í undankeppni EM með 12 mörk, þar sem hann skoraði tvær þrennur. Kane á fyrir höndum leiki við Króatíu, Skotland og Tékkland í riðlakeppninni á EM og spurning hvort hann setji þrennu gegn einhverjum af þeim andstæðingum. Vefurinn Betting Odds tekur saman stuðla frá nokkrum veðbönkum og þar sést að stuðullinn á að Kane verði markakóngur er á bilinu 5-6. Lukaku þykir álíka líklegur en þessi nýkrýndi Ítalíumeistari með Inter hefur verið stórkostlegur fyrir belgíska landsliðið og skorað 60 mörk í 93 landsleikjum. Mbappé er ekki langt undan og næstir á eftir koma Cristiano Ronaldo og nýi félagi Mbappé í franska landsliðinu, Karim Benzema. Ólíklegast að Ungverji verði markahæstur Squawka hefur tekið saman hvaða leikmaður sé líklegastur í hverju liði til að verða markakóngur. Ólíklegast þykir að markakóngurinn komi úr röðum Ungverja, sem leika í dauðariðlinum, en af þeim er Adam Szalai talinn líklegastur með stuðulinn 250. Af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér að ofan má benda á Hollendinginn Memphis Depay sem skoraði 20 mörk fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur, Robert Lewandowski sem er laus úr rassvasa Brynjars Inga Bjarnasonar, Ítalann Ciro Immobile og Þjóðverjann Timo Werner, auk fleiri. Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á síðasta Evrópumóti með sex mörk, þar af eitt gegn Íslandi, en stuðullinn á að hann endurtaki leikinn er að meðaltali í kringum 20 hjá veðbönkum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira