Innlent

Með gjallarhorn í miðbænum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkrir voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum.
Nokkrir voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð á vettvang í gærkvöldi vegna einstalings sem var að ónáða aðra hrópandi í gjallarhorn í miðbænum. Viðkomandi reyndist vera í annarlegu ástandi en lét af hegðun sinni eftir samtal við lögreglu.

Snjallúri var stolið úr verslun í Hlíðum og komst þjófurinn undan en atvikið náðist á öryggismyndavélar. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð og reyndist hinn fingralangi með ætluð fíkniefni á sér.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti einnig útkalli vegna innbrots í bifreið í miðbænum og þá var tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli en ökumenn beggja bifreiða eru grunaðir um akstur undir áhrifum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×