Gæti glitt í sólmyrkvann á milli rigningarskýjanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2021 12:49 Rigningu er spáð í öllu landshlutum þegar sólmyrkvinn gengur yfir á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að sólin brjótist fram úr skýjunum einhvers staðar nógu lengi til að hægt verði að sjá hluta myrkvans. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Sólmyrkvinn á morgun er svonefndur deildarmyrkvi en þá skyggir tunglið á hluta skífu sólar frá jörðu séð. Frá Reykjavík skyggir tunglið á 69% skífur sólarinnar en stærstur verður myrkvinn á Ísafirði, 73%. Myrkvinn er mun minni en sá sem gekk yfir landið 20. mars árið 2015 en þá skyggði tunglið á 97% af skífu sólarinnar. Tunglið byrjar að ganga fyrir sólina klukkan 9:06 í Reykjavík á morgun og nær myrkvinn hámarki sínu klukkan 10:17. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem vilja berja myrkvann augum. Einhver rigning verði í öllum landshlutum fyrir hádegið á morgun. Þar sem myrkvinn stendur yfir í rúma tvo tíma sé þó mögulegt að það rofi til hér og þar en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvar. Það gæti mögulega gerst á höfuðborgarsvæðinu. „Ég reikna með að einhvers staðar á landinu sjáist eitthvað,“ segir Þórður við Vísi. Glitti í sólina á morgun þurfa þeir sem vilja berja myrkvann augum að hafa öryggið á oddinum. Nota þarf sérstök sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika til þess að horfa á hann, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Deildarmyrkvinn líkt og hann mun líta út í Reykjavík 10. júní kl. 10:17. Þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun.Veðurstofan/Þórður Arason Á mörkunum að fólk nemi birtubreytinguna Þegar myrkvinn er í hámarki dregur úr birtu sólar um rétt rúm 60%. Þórður segir það á mörkunum að fólk merki breytinguna. „Í skúraveðri þar sem skiptast á skin og skúrir er meiri breyting á birtu en í þessum myrkva á morgun,“ segir hann. Þá segir hann að mannsaugað skynji lítt birtubreytingar af þessu tagi þar sem það aðlagar sig og opnar sjáöldin betur. „Mannsaugað og heilinn plata mann svolítið og stækka bara ljósopið,“ segir Þórður. Breytingin ætti hins vegar að vera greinileg á myndum sem eru teknar með föstum stillingum, ljósopi og tíma. Þórður segist sjálfur ætla að reyna að taka slíkar myndir í myrkvanum ef það verður alskýjað á morgun. Almyrkvi eftir fimm ár Fari allt á versta veg á morgun og skýin feli sjónarspilið alveg getur fólk huggað sig við að ekki eru nema fimm ár þar til almyrkvi á sólu gengur yfir Ísland, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést á Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést í Reykjavík í tæp sex hundruð ár. Þórður segist eiga von á að hvert einasta hótel á vestanverðu landinu verði uppbókað þegar almyrkvinn gengur yfir eftir fimm ár. Í Evrópu og á Norðurlöndunum sjáist ekki almyrkvi á sólu næst fyrr en eftir sextíu ár. Sólmyrkvinn á morgun verður sjáanlegur sem hringmyrkvi víðar á norðurhveli, þar á meðal í Kanada, Grænlandi, norðurpólnum og Rússlandi. Hringmyrkvar verða þegar tunglið er aðeins of fjarr jörðinni til þess að hylja alla sólina. Þá sést ljóshringur í kringum tunglið þegar það gengur fyrir sólina. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum í beinu streymi víða, þar á meðal á Youtube-rás vefsíðunnar Time and Date hér fyrir neðan. Tunglið Sólin Reykjavík Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sólmyrkvinn á morgun er svonefndur deildarmyrkvi en þá skyggir tunglið á hluta skífu sólar frá jörðu séð. Frá Reykjavík skyggir tunglið á 69% skífur sólarinnar en stærstur verður myrkvinn á Ísafirði, 73%. Myrkvinn er mun minni en sá sem gekk yfir landið 20. mars árið 2015 en þá skyggði tunglið á 97% af skífu sólarinnar. Tunglið byrjar að ganga fyrir sólina klukkan 9:06 í Reykjavík á morgun og nær myrkvinn hámarki sínu klukkan 10:17. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem vilja berja myrkvann augum. Einhver rigning verði í öllum landshlutum fyrir hádegið á morgun. Þar sem myrkvinn stendur yfir í rúma tvo tíma sé þó mögulegt að það rofi til hér og þar en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvar. Það gæti mögulega gerst á höfuðborgarsvæðinu. „Ég reikna með að einhvers staðar á landinu sjáist eitthvað,“ segir Þórður við Vísi. Glitti í sólina á morgun þurfa þeir sem vilja berja myrkvann augum að hafa öryggið á oddinum. Nota þarf sérstök sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika til þess að horfa á hann, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Deildarmyrkvinn líkt og hann mun líta út í Reykjavík 10. júní kl. 10:17. Þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun.Veðurstofan/Þórður Arason Á mörkunum að fólk nemi birtubreytinguna Þegar myrkvinn er í hámarki dregur úr birtu sólar um rétt rúm 60%. Þórður segir það á mörkunum að fólk merki breytinguna. „Í skúraveðri þar sem skiptast á skin og skúrir er meiri breyting á birtu en í þessum myrkva á morgun,“ segir hann. Þá segir hann að mannsaugað skynji lítt birtubreytingar af þessu tagi þar sem það aðlagar sig og opnar sjáöldin betur. „Mannsaugað og heilinn plata mann svolítið og stækka bara ljósopið,“ segir Þórður. Breytingin ætti hins vegar að vera greinileg á myndum sem eru teknar með föstum stillingum, ljósopi og tíma. Þórður segist sjálfur ætla að reyna að taka slíkar myndir í myrkvanum ef það verður alskýjað á morgun. Almyrkvi eftir fimm ár Fari allt á versta veg á morgun og skýin feli sjónarspilið alveg getur fólk huggað sig við að ekki eru nema fimm ár þar til almyrkvi á sólu gengur yfir Ísland, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést á Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést í Reykjavík í tæp sex hundruð ár. Þórður segist eiga von á að hvert einasta hótel á vestanverðu landinu verði uppbókað þegar almyrkvinn gengur yfir eftir fimm ár. Í Evrópu og á Norðurlöndunum sjáist ekki almyrkvi á sólu næst fyrr en eftir sextíu ár. Sólmyrkvinn á morgun verður sjáanlegur sem hringmyrkvi víðar á norðurhveli, þar á meðal í Kanada, Grænlandi, norðurpólnum og Rússlandi. Hringmyrkvar verða þegar tunglið er aðeins of fjarr jörðinni til þess að hylja alla sólina. Þá sést ljóshringur í kringum tunglið þegar það gengur fyrir sólina. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum í beinu streymi víða, þar á meðal á Youtube-rás vefsíðunnar Time and Date hér fyrir neðan.
Tunglið Sólin Reykjavík Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira