Gæti glitt í sólmyrkvann á milli rigningarskýjanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2021 12:49 Rigningu er spáð í öllu landshlutum þegar sólmyrkvinn gengur yfir á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að sólin brjótist fram úr skýjunum einhvers staðar nógu lengi til að hægt verði að sjá hluta myrkvans. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Sólmyrkvinn á morgun er svonefndur deildarmyrkvi en þá skyggir tunglið á hluta skífu sólar frá jörðu séð. Frá Reykjavík skyggir tunglið á 69% skífur sólarinnar en stærstur verður myrkvinn á Ísafirði, 73%. Myrkvinn er mun minni en sá sem gekk yfir landið 20. mars árið 2015 en þá skyggði tunglið á 97% af skífu sólarinnar. Tunglið byrjar að ganga fyrir sólina klukkan 9:06 í Reykjavík á morgun og nær myrkvinn hámarki sínu klukkan 10:17. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem vilja berja myrkvann augum. Einhver rigning verði í öllum landshlutum fyrir hádegið á morgun. Þar sem myrkvinn stendur yfir í rúma tvo tíma sé þó mögulegt að það rofi til hér og þar en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvar. Það gæti mögulega gerst á höfuðborgarsvæðinu. „Ég reikna með að einhvers staðar á landinu sjáist eitthvað,“ segir Þórður við Vísi. Glitti í sólina á morgun þurfa þeir sem vilja berja myrkvann augum að hafa öryggið á oddinum. Nota þarf sérstök sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika til þess að horfa á hann, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Deildarmyrkvinn líkt og hann mun líta út í Reykjavík 10. júní kl. 10:17. Þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun.Veðurstofan/Þórður Arason Á mörkunum að fólk nemi birtubreytinguna Þegar myrkvinn er í hámarki dregur úr birtu sólar um rétt rúm 60%. Þórður segir það á mörkunum að fólk merki breytinguna. „Í skúraveðri þar sem skiptast á skin og skúrir er meiri breyting á birtu en í þessum myrkva á morgun,“ segir hann. Þá segir hann að mannsaugað skynji lítt birtubreytingar af þessu tagi þar sem það aðlagar sig og opnar sjáöldin betur. „Mannsaugað og heilinn plata mann svolítið og stækka bara ljósopið,“ segir Þórður. Breytingin ætti hins vegar að vera greinileg á myndum sem eru teknar með föstum stillingum, ljósopi og tíma. Þórður segist sjálfur ætla að reyna að taka slíkar myndir í myrkvanum ef það verður alskýjað á morgun. Almyrkvi eftir fimm ár Fari allt á versta veg á morgun og skýin feli sjónarspilið alveg getur fólk huggað sig við að ekki eru nema fimm ár þar til almyrkvi á sólu gengur yfir Ísland, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést á Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést í Reykjavík í tæp sex hundruð ár. Þórður segist eiga von á að hvert einasta hótel á vestanverðu landinu verði uppbókað þegar almyrkvinn gengur yfir eftir fimm ár. Í Evrópu og á Norðurlöndunum sjáist ekki almyrkvi á sólu næst fyrr en eftir sextíu ár. Sólmyrkvinn á morgun verður sjáanlegur sem hringmyrkvi víðar á norðurhveli, þar á meðal í Kanada, Grænlandi, norðurpólnum og Rússlandi. Hringmyrkvar verða þegar tunglið er aðeins of fjarr jörðinni til þess að hylja alla sólina. Þá sést ljóshringur í kringum tunglið þegar það gengur fyrir sólina. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum í beinu streymi víða, þar á meðal á Youtube-rás vefsíðunnar Time and Date hér fyrir neðan. Tunglið Sólin Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Sólmyrkvinn á morgun er svonefndur deildarmyrkvi en þá skyggir tunglið á hluta skífu sólar frá jörðu séð. Frá Reykjavík skyggir tunglið á 69% skífur sólarinnar en stærstur verður myrkvinn á Ísafirði, 73%. Myrkvinn er mun minni en sá sem gekk yfir landið 20. mars árið 2015 en þá skyggði tunglið á 97% af skífu sólarinnar. Tunglið byrjar að ganga fyrir sólina klukkan 9:06 í Reykjavík á morgun og nær myrkvinn hámarki sínu klukkan 10:17. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem vilja berja myrkvann augum. Einhver rigning verði í öllum landshlutum fyrir hádegið á morgun. Þar sem myrkvinn stendur yfir í rúma tvo tíma sé þó mögulegt að það rofi til hér og þar en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvar. Það gæti mögulega gerst á höfuðborgarsvæðinu. „Ég reikna með að einhvers staðar á landinu sjáist eitthvað,“ segir Þórður við Vísi. Glitti í sólina á morgun þurfa þeir sem vilja berja myrkvann augum að hafa öryggið á oddinum. Nota þarf sérstök sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika til þess að horfa á hann, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Deildarmyrkvinn líkt og hann mun líta út í Reykjavík 10. júní kl. 10:17. Þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun.Veðurstofan/Þórður Arason Á mörkunum að fólk nemi birtubreytinguna Þegar myrkvinn er í hámarki dregur úr birtu sólar um rétt rúm 60%. Þórður segir það á mörkunum að fólk merki breytinguna. „Í skúraveðri þar sem skiptast á skin og skúrir er meiri breyting á birtu en í þessum myrkva á morgun,“ segir hann. Þá segir hann að mannsaugað skynji lítt birtubreytingar af þessu tagi þar sem það aðlagar sig og opnar sjáöldin betur. „Mannsaugað og heilinn plata mann svolítið og stækka bara ljósopið,“ segir Þórður. Breytingin ætti hins vegar að vera greinileg á myndum sem eru teknar með föstum stillingum, ljósopi og tíma. Þórður segist sjálfur ætla að reyna að taka slíkar myndir í myrkvanum ef það verður alskýjað á morgun. Almyrkvi eftir fimm ár Fari allt á versta veg á morgun og skýin feli sjónarspilið alveg getur fólk huggað sig við að ekki eru nema fimm ár þar til almyrkvi á sólu gengur yfir Ísland, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést á Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést í Reykjavík í tæp sex hundruð ár. Þórður segist eiga von á að hvert einasta hótel á vestanverðu landinu verði uppbókað þegar almyrkvinn gengur yfir eftir fimm ár. Í Evrópu og á Norðurlöndunum sjáist ekki almyrkvi á sólu næst fyrr en eftir sextíu ár. Sólmyrkvinn á morgun verður sjáanlegur sem hringmyrkvi víðar á norðurhveli, þar á meðal í Kanada, Grænlandi, norðurpólnum og Rússlandi. Hringmyrkvar verða þegar tunglið er aðeins of fjarr jörðinni til þess að hylja alla sólina. Þá sést ljóshringur í kringum tunglið þegar það gengur fyrir sólina. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum í beinu streymi víða, þar á meðal á Youtube-rás vefsíðunnar Time and Date hér fyrir neðan.
Tunglið Sólin Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira