Harry og Meghan sögð ekki hafa borið nafngiftina undir drottninguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2021 07:04 Árið 2018, þegar allt lék enn í lyndi. AP/Matt Dunham Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, báðu Elísabetu drottningu ekki um leyfi áður en þau ákváðu að nefna dóttur sína Lilibet, Lísbet upp á íslensku, en um er að ræða fjölskyldu-gælunafn drottningarinnar frá því hún var stúlka. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni innan konungshallarinnar. Heimildarmaður náinn hertogahjónunum hafði hins vegar áður sagt við BBC að Harry hefði rætt við drottninguna fyrir fæðingu stúlkunnar og hefði talað við hana um nafnið. Eins og þekkt er orðið hefur andað köldu milli Harry og Meghan og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar frá því að parið opnaði sig í viðtali við Opruh Winfrey. Þar greindu þau meðal annars frá því að áhyggjur hefðu verið uppi um litaraft sonar þeirra, Archie. Margir hafa lesið það í viðbrögð konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðlum við fæðingu Lísbet að enn sé ekki gróið um heilt, en í yfirlýsingum sögðust fjölskyldumeðlimir „hæstánægðir“ (e. delighted) að heyra af fæðingunni. Það voru nú öll innilegheitin. We are all delighted by the happy news of the arrival of baby Lili. Congratulations to Harry, Meghan and Archie.— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) June 6, 2021 Gælunafn frá Georg V Harry og Meghan tilkynntu um fæðingu dótturinn síðustu helgi og sögðu Lísbet „Lili“ Díönu Mountbatten-Windsor hafa komið í heiminn á spítala í Santa Barbara í Kaliforníu á föstudag. Rekja má sögu gælunafnsins til þess þegar Elísabet drottning var barn og gat ekki almennilega borið fram nafnið sitt. Afi hennar, George V, tók þá upp á því að kalla hana Lísbet, sem festist við stúlkuna og varð gælunafnið hennar innan fjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg, sem lést nýlega, er sagður hafa notað nafnið þegar hann ávarpaði eiginkonu sína. Lísbet er ellefta barnabarn drottningarinnar og yngri systir hins tveggja ára Archie. Hún deilir millinafninu Díana með Karlottu frænku sinni, dóttur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. Harry og Meghan segjast ekki ætla að eignast fleiri börn. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni innan konungshallarinnar. Heimildarmaður náinn hertogahjónunum hafði hins vegar áður sagt við BBC að Harry hefði rætt við drottninguna fyrir fæðingu stúlkunnar og hefði talað við hana um nafnið. Eins og þekkt er orðið hefur andað köldu milli Harry og Meghan og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar frá því að parið opnaði sig í viðtali við Opruh Winfrey. Þar greindu þau meðal annars frá því að áhyggjur hefðu verið uppi um litaraft sonar þeirra, Archie. Margir hafa lesið það í viðbrögð konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðlum við fæðingu Lísbet að enn sé ekki gróið um heilt, en í yfirlýsingum sögðust fjölskyldumeðlimir „hæstánægðir“ (e. delighted) að heyra af fæðingunni. Það voru nú öll innilegheitin. We are all delighted by the happy news of the arrival of baby Lili. Congratulations to Harry, Meghan and Archie.— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) June 6, 2021 Gælunafn frá Georg V Harry og Meghan tilkynntu um fæðingu dótturinn síðustu helgi og sögðu Lísbet „Lili“ Díönu Mountbatten-Windsor hafa komið í heiminn á spítala í Santa Barbara í Kaliforníu á föstudag. Rekja má sögu gælunafnsins til þess þegar Elísabet drottning var barn og gat ekki almennilega borið fram nafnið sitt. Afi hennar, George V, tók þá upp á því að kalla hana Lísbet, sem festist við stúlkuna og varð gælunafnið hennar innan fjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg, sem lést nýlega, er sagður hafa notað nafnið þegar hann ávarpaði eiginkonu sína. Lísbet er ellefta barnabarn drottningarinnar og yngri systir hins tveggja ára Archie. Hún deilir millinafninu Díana með Karlottu frænku sinni, dóttur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. Harry og Meghan segjast ekki ætla að eignast fleiri börn.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira