Hátt í tíu þúsund umsóknir bárust Háskóla Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2021 20:20 Metfjöldi nemenda stundaði nám við skólann á síðasta skólaári. Vísir/Vilhelm Tæplega tíu þúsund umsóknir bárust Háskóla Íslands í grunn- og framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Umsóknir um nám við skólann hafa aldrei verið fleiri, ef frá er talið síðasta skólaár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum. Þar segir að umsóknir í ár hafi verið um 15 prósent færri en síðasta vor, sem hafi verið algert metár. Sé miðað við vorið 2019 eru umsóknir nú þó 12 prósent fleiri. Skólanum bárust nærri 5.750 umsóknir um grunnnám í ár, sem er 15 prósent minna en í fyrra. Þá bárust skólanum 4.070 umsóknir um meistaranám sem einnig er 15 prósentum minna en vorið á undan. Á fjórða hundrað stefna á viðsktiptafræði Félagsvísindasviði bárust rúmlega þúsund umsóknir. Þar af er um þriðjungur, eða 360, umsóknir um nám í viðskiptafræði sem hefur verið vinsælasta námsleið sviðsins að undanförnu. Þá sóttu 220 um nám í lögfræði, 190 í félagsráðgjöf, tæplega 90 í hagfræði og rúmlega 70 í félagsfræði. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.750 umsóknir. Þar af eru 415 umsækjendur sem stefna á að þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Samtals verða þó aðeins 95 nemendur teknar inn í þessar tvær deildir. Sextíu í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Þá sækjast rúmlega 400 eftir inngöngu í sálfræði, sem hefur lengi vel verið meðal vinsælustu námsleiða háskólans. Umsóknir í hjúkrunarfræði voru þá tæplega 330, þar af 280 í BS-nám, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Metfjöldi nemenda á liðnum vetri Fjöldi erlendra nema við skólann eykst um 15 prósent milli ára og hópur þeirra telur nú um 1.500 nemendur. „Áhugi erlenda nemenda á skólanum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og til marks um það voru umsóknirnar tæplega 1.200 árið 2019 og rúmlega 1.000 árið 2016. Þetta hefur gerst samhliða auknu erlendu samstarfi skólans og aukinni athygli sem vísindastarf skólans hefur fengið á erlendum vettvangi.“ Tæplega 16 þúsund manns stunduðu nám við skólann á liðnum vetri og er það metfjöldi. Miðað við brautskráningar nú í vor og fjölda umsókna má reikna með að svipaður fjöldi verði við nám í skólanum á komandi námsvetri. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum. Þar segir að umsóknir í ár hafi verið um 15 prósent færri en síðasta vor, sem hafi verið algert metár. Sé miðað við vorið 2019 eru umsóknir nú þó 12 prósent fleiri. Skólanum bárust nærri 5.750 umsóknir um grunnnám í ár, sem er 15 prósent minna en í fyrra. Þá bárust skólanum 4.070 umsóknir um meistaranám sem einnig er 15 prósentum minna en vorið á undan. Á fjórða hundrað stefna á viðsktiptafræði Félagsvísindasviði bárust rúmlega þúsund umsóknir. Þar af er um þriðjungur, eða 360, umsóknir um nám í viðskiptafræði sem hefur verið vinsælasta námsleið sviðsins að undanförnu. Þá sóttu 220 um nám í lögfræði, 190 í félagsráðgjöf, tæplega 90 í hagfræði og rúmlega 70 í félagsfræði. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.750 umsóknir. Þar af eru 415 umsækjendur sem stefna á að þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Samtals verða þó aðeins 95 nemendur teknar inn í þessar tvær deildir. Sextíu í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Þá sækjast rúmlega 400 eftir inngöngu í sálfræði, sem hefur lengi vel verið meðal vinsælustu námsleiða háskólans. Umsóknir í hjúkrunarfræði voru þá tæplega 330, þar af 280 í BS-nám, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Metfjöldi nemenda á liðnum vetri Fjöldi erlendra nema við skólann eykst um 15 prósent milli ára og hópur þeirra telur nú um 1.500 nemendur. „Áhugi erlenda nemenda á skólanum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og til marks um það voru umsóknirnar tæplega 1.200 árið 2019 og rúmlega 1.000 árið 2016. Þetta hefur gerst samhliða auknu erlendu samstarfi skólans og aukinni athygli sem vísindastarf skólans hefur fengið á erlendum vettvangi.“ Tæplega 16 þúsund manns stunduðu nám við skólann á liðnum vetri og er það metfjöldi. Miðað við brautskráningar nú í vor og fjölda umsókna má reikna með að svipaður fjöldi verði við nám í skólanum á komandi námsvetri.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira