Erlent

Mladic verður aldrei sleppt úr fangelsi

Heimir Már Pétursson skrifar

Áfrýjunardómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag ævilangan fangelsisdóm yfir Ratko Mladic fyrir þjóðarmorð og aðra stríðsglæpi í stríðinu í Bosníu á árunum 1992 til 1995.

Hershöfðinginn fyrrverandi sem nú er sjötíu og níu ára gamall mun því sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólífað. Áfrýjunarkröfu hans fyrir dómstólnum var vísað frá í öllum atriðum

Fulltrúar ýmissra samtaka í Bosníu biðu dómsins hjá áfrýjunardómstól Sameinuðu þjóðanna í Hag í Hollandi í dag.Michel Porro/Getty Images

Fulltrúar þeirra sem myrtir voru af Serbum í Bosníu biðu dómsins fyrir utan dómstólinn í Haag í Hollandi í dag. Þeirra á meðal voru fulltrúar samtakanna Mæður Srebrenica þar sem ein skelfilegustu fjöldamorðin og þjóðernishreinsanir á muslimum voru framin í stríðinu.

„Dómurinn hefur verið staðfestur en við kennum í brjóst um íbúa annarra byggðarlaga í landinu. Við vitum að þeir liðu þjáningar eins og við liðum í Srebrenica. Íbúarnir máttu þola hið glæpsamlega þjóðarmorð á sama hátt og við í Srebrenica,“ sagði Nura Begovic félagi í Mæðrum Srebrenica eftir að dómurinn var kveðinn upp í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.