Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2021 19:17 Ragnar Örn Óttósson, faðir sjö ára stúlku sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. VÍSIR/ARNAR Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. Stúlkan sem er sjö ára var á leikvelli í Funafold með bróður sínum og vinkonu þegar atvikið átti sér stað. Ragnar Örn, faðir stúlkunnar, var að vinna á dráttarvél í bakgarði í næsta húsi. „Þegar ég er að bakka vélinni út úr garðinum sé ég skelfingarsvip á húsráðanda, vini mínum, og þá hafði barnið komið til baka grátandi,“ segir Ragnar Örn Ottósson, faðir stúlkunnar. Vinkonan og litli bróðirinn höfðu brugðið sér inn til að fara á klósettið og í sömu andrá hafi maður nálgast dóttur hans. „Hann segir við hana heyrðu viltu ekki koma og sjá hundinn minn. Hún segir nei ég er ekki að fara með þér. Við höfum kennt henni að fara ekki með neinum. Hann grípur þá utan um hana og lyftir henni upp og heldur henni þéttingsfast,“ segir Ragnar. Stúlkan hafi þá brugðist hárrétt við. Leikvöllurinn er í Funafold í Grafarvogi. VÍSIR/ARNAR „Reiðisöskur og grátur og svo gefur hún honum hnéspark í punginn,“ segir Ragnar. Manninum hafi brugðið við og hlaupið á brott. Leit að manninum fór strax af stað og lögreglu bar að garði. Stúlkan gat gefið góða lýsingu á manninum; hann var dökkhærður, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Ragnar biðlar til nágranna á svæðinu að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélum. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ segir Ragnar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.Vísir/Arnar Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en maðurinn hefur ekki fundist. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. „Ég er rosalega stoltur af dóttur minni,“ segir Ragnar. Barnavernd Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Stúlkan sem er sjö ára var á leikvelli í Funafold með bróður sínum og vinkonu þegar atvikið átti sér stað. Ragnar Örn, faðir stúlkunnar, var að vinna á dráttarvél í bakgarði í næsta húsi. „Þegar ég er að bakka vélinni út úr garðinum sé ég skelfingarsvip á húsráðanda, vini mínum, og þá hafði barnið komið til baka grátandi,“ segir Ragnar Örn Ottósson, faðir stúlkunnar. Vinkonan og litli bróðirinn höfðu brugðið sér inn til að fara á klósettið og í sömu andrá hafi maður nálgast dóttur hans. „Hann segir við hana heyrðu viltu ekki koma og sjá hundinn minn. Hún segir nei ég er ekki að fara með þér. Við höfum kennt henni að fara ekki með neinum. Hann grípur þá utan um hana og lyftir henni upp og heldur henni þéttingsfast,“ segir Ragnar. Stúlkan hafi þá brugðist hárrétt við. Leikvöllurinn er í Funafold í Grafarvogi. VÍSIR/ARNAR „Reiðisöskur og grátur og svo gefur hún honum hnéspark í punginn,“ segir Ragnar. Manninum hafi brugðið við og hlaupið á brott. Leit að manninum fór strax af stað og lögreglu bar að garði. Stúlkan gat gefið góða lýsingu á manninum; hann var dökkhærður, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Ragnar biðlar til nágranna á svæðinu að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélum. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ segir Ragnar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.Vísir/Arnar Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en maðurinn hefur ekki fundist. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. „Ég er rosalega stoltur af dóttur minni,“ segir Ragnar.
Barnavernd Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira