Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar heyrum við í föður sjö ára stúlku sem brást hetjulega við þegar maður gerði tilraun til að nema hana á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi.

Við skoðum stöðuna á Alþingi þar sem mikil spenna ríkir á síðustu metrum kjörtímabilsins um hvaða mál nái fram að ganga. Óvissa ríkir meðal annars um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur en ef það verður ekki afgreitt úr nefnd í kvöld eða á morgun verður engin þörf á að kalla þing saman í nokkra daga í águst sem átti að gera til að ljúka málinu.

Forsætisráðherra Kanada segir kanadísku þjóðina aldrei mega venjast hatursglæpum og hryðjuverki eins og átti sér stað í bænum London í Ontario á sunnudag þar sem fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar voru myrtir með því að keyra þau niður og ungur drengur liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir árásina.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×