Opna 45 kílómetra gönguleið milli Knarrarós- og Selvogsvita Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2021 13:34 Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Markaðsstofa Suðurlands Vitaleiðin, ný göngu- og hjólaleið við suðurströndina, verður formlega opnuð á laugardaginn. Leiðin er um 45 kílómetrar að lengd og liggur milli Knarrarósvita, austur af Stokkseyri, og Selvogsvita, vestur af Þorlákshöfn. Opnunarhátíðin verður næsta laugardag klukkan 13 við Stað á Eyrarbakka. Verða þar flutt ávörp og tónlistaratriði, auk þess að bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss munu klippa á borða og þannig formlega opna leiðina. Knarrarósviti.Wikipedia Commons Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, segir nafnið, Vitaleiðin, einmitt koma til vegna Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, auk þriðji vitans sem er á leiðinnim Hafnarnesvita í Þorlákshöfn. „Það er skemmtilegt að tengja þetta við vitana, þeir hafa um áraraðir vísað sjófarendum leiðina að landi. Nú erum við að vísa ferðamönnum á milli vitanna. Þetta er staður sem þú getur náð tengingu við náttúruna og undið ofan af daglegu lífi. Ert að anda að þér sjávarloftinu og ert í tengslum við náttúruna. Ég mæli til dæmis með að dýfa tánum í Atlantshafinu og ganga. Það er æðislegt,“ segir Laufey. Markaðsstofa Suðurlands Ekki stikuð leið Laufey segir að ekki sé um sérstaklega stikaða leið að ræða en á helstu stöðum séu skilti. Annars sé bara málið að ganga eða hjóla meðfram ströndinni. Selvogsviti.Visit South Iceland „Frá Knarrarósvita og að Stokkseyri er slóði og svo geturðu alltaf fært þig að fjörunni. Þú gengur meðfram strandlengjunum og svo þegar þú ert komin í þorpin – Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn – þá getur þú gengið inni í þorpinu. Á Eyrarbakka er til dæmis tilvalið að ganga á sjóvarnagarðinum, hann er alveg nógu breiður til þess og skemmtilegt að horfa til beggja átta, inn í þorp og til sjávar. Frá Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn er svo gamall slóði út í Selvog og Selvogsvita.“ Hún segir að Vitaleiðin sé tilvalin fyrir þá sem vilja ferðast hægar yfir, njóta og vinda ofan sér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna frá Atlantshafinu. „Gönguleiðin er mátulega löng og vel hægt að skipta henni upp í tvær eða þrjár dagleiðir. Þarna er líka að finna fjölbreytta afþreyingu, mat og gistingu á leiðinni, fyrir utan náttúruupplifunina að sjálfsögðu.“ Ferðamennska á Íslandi Ölfus Árborg Ferðalög Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Opnunarhátíðin verður næsta laugardag klukkan 13 við Stað á Eyrarbakka. Verða þar flutt ávörp og tónlistaratriði, auk þess að bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss munu klippa á borða og þannig formlega opna leiðina. Knarrarósviti.Wikipedia Commons Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, segir nafnið, Vitaleiðin, einmitt koma til vegna Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, auk þriðji vitans sem er á leiðinnim Hafnarnesvita í Þorlákshöfn. „Það er skemmtilegt að tengja þetta við vitana, þeir hafa um áraraðir vísað sjófarendum leiðina að landi. Nú erum við að vísa ferðamönnum á milli vitanna. Þetta er staður sem þú getur náð tengingu við náttúruna og undið ofan af daglegu lífi. Ert að anda að þér sjávarloftinu og ert í tengslum við náttúruna. Ég mæli til dæmis með að dýfa tánum í Atlantshafinu og ganga. Það er æðislegt,“ segir Laufey. Markaðsstofa Suðurlands Ekki stikuð leið Laufey segir að ekki sé um sérstaklega stikaða leið að ræða en á helstu stöðum séu skilti. Annars sé bara málið að ganga eða hjóla meðfram ströndinni. Selvogsviti.Visit South Iceland „Frá Knarrarósvita og að Stokkseyri er slóði og svo geturðu alltaf fært þig að fjörunni. Þú gengur meðfram strandlengjunum og svo þegar þú ert komin í þorpin – Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn – þá getur þú gengið inni í þorpinu. Á Eyrarbakka er til dæmis tilvalið að ganga á sjóvarnagarðinum, hann er alveg nógu breiður til þess og skemmtilegt að horfa til beggja átta, inn í þorp og til sjávar. Frá Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn er svo gamall slóði út í Selvog og Selvogsvita.“ Hún segir að Vitaleiðin sé tilvalin fyrir þá sem vilja ferðast hægar yfir, njóta og vinda ofan sér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna frá Atlantshafinu. „Gönguleiðin er mátulega löng og vel hægt að skipta henni upp í tvær eða þrjár dagleiðir. Þarna er líka að finna fjölbreytta afþreyingu, mat og gistingu á leiðinni, fyrir utan náttúruupplifunina að sjálfsögðu.“
Ferðamennska á Íslandi Ölfus Árborg Ferðalög Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira