Erlendir fjölmiðlar segja ökumanninn, sem er tvítugur að aldri, hafa ekið á fimm gangandi vegfarendur áður en hann flúði af vettvangi.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur fordæmt árásina og segist standa með múslimum í landinu. „Múslimahatur á sér engan stað í samfélagi okkar. Þetta hatur er undurförult og viðbjóðslegt – og því verður að linna,“ sagði Trudeau.
I spoke on the phone this evening with @LdnOntMayor and @NTahir2015 about the hateful and heinous attack that took place in London, Ontario yesterday. I let them know we ll continue to use every tool we have to combat Islamophobia - and we ll be here for those who are grieving.
— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 8, 2021
Ökumaður bílsins var handtekinn skömmu eftir árásina á bílastæði verslunarmiðstöðvar skammt frá. Segir lögregla að hann eigi yfir höfði sér ákæru um fjögur morð og eina tilraun til morðs.
Í árásinni lét 74 ára kona lífið, 46 ára karlmaður, 44 ára kona og fimmtán ára stúlka. Þá er ástand níu ára drengs sagt alvarlegt, en að búist sé við að hann muni komast lífs af.
Vinafólk hinna látnu segir þau hafi flust til Kanada frá Pakistan fyrir fjórtán árum.
Fánum verður flaggað í hálfa stöng í bænum London næstu þrjá daga vegna árásarinnar.