Lífið

Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hönnuðurinn Hildur Yeoman rekur verslun á Laugavegi.
Hönnuðurinn Hildur Yeoman rekur verslun á Laugavegi. Samsett mynd

Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 

Stassie heitir fullu nafni Anastasia Karanikolaou og klæddist hún gyllta partýtoppnum frá Yeoman. Hún kallar sig Stassie Baby og er með yfir tíu milljón fylgjendur á Instagram. Það er stílistinn Kris Fe sem á heiðurinn að lúkki hennar þetta kvöld.

Hildur Yeoman sýndi línuna Splash! á HönnunarMars í síðasta mánuði en sú lína er innblásin af sumrinu, vatni, strandferðum og sól. Bolurinn sem Stassie klæddist um helgina er enn fáanlegur en hann er úr línunni Cheer Up sem hönnuðurinn setti í sölu á síðasta ári.

Taylor Swift, Björk Guðmundsdóttir, Laura Lee, Ellie Goulding, Katy Perry, Hildur Guðna og Sheryl Crow eru á meðal þeirra stjarna sem hafa klæðst hönnun Hildar Yeoman. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.