Innlent

Guð­laugur tekur af­gerandi for­ystu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
C0DE6C14EF92F3A7A485BDA6275FEDB6323610E2F02173F7B8838D0828929D15_713x0
vísir/vilhelm

Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra er aftur kominn með for­ystu í próf­kjöri Sjálf­stæðis­manna í Reykja­vík þegar um 1.500 at­kvæði eru ó­talin.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra er 168 at­kvæðum á eftir honum í öðru sætinu. Þetta er mesti munur sem hefur verið á þeim í birtum tölum en eftir fyrstu og aðrar tölur leiddi Guð­laugur með um hundrað at­kvæðum en eftir þær þriðju leiddi Ás­laug með um fimm­tíu at­kvæðum.

Guð­laugur er með 2.920 at­kvæði í fyrsta sætið þegar 5.973 at­kvæði hafa verið talin. Ás­laug er með sam­tals 4.061 at­kvæði í fyrsta til annað sætið.

Guð­laugur leiddi listann eftir bæði fyrstu og aðrar tölur en Ás­laug komst fram úr honum með fimm­tíu at­kvæða mun þegar þriðju tölur voru gefnar út klukkan 23 í kvöld. Nú á mið­nætti hefur Guð­laugur aftur tekið fram úr henni.

Næstu tölur sem verða birtar verða lokatölur en óljóst er hvenær verður klárað að telja. Í samtali við Vísi sagði Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, að hún vonaði að það yrði fyrir klukkan tvö en oftar en ekki gengi hægar að telja allra síðustu kjörseðlana.

Sigríður Andersen dottin út

Átta efstu sætin haldast að öðru leyti óbreytt frá því klukkan 23 fyrir utan það að Sigríður Á Andersen þingmaður er dottin út af listanum og Friðjón R. Friðjónsson er kominn í áttunda sætið.

Svona raðast listinn þegar 5.973 atkvæði hafa verið talin:

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson: 2.920 atkvæði í 1. sæti.
  2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.061 atkvæði í 1.-2. sæti.
  3. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.440 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. Hildur Sverrisdóttir: 2.331 atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. Birgir Ármannsson: 2.753 atkvæði í 1.-5. sæti.
  6. Brynjar Níelsson: 3.209 atkvæði í 1.-6. sæti.
  7. Kjartan Magnússon: 2.850 atkvæði í 1.-7. sæti.
  8. Friðjón R. Friðjónsson: 2.602 atkvæði í 1.-8. sæti.

Tengdar fréttir

Ás­laug tekur for­ystuna af Guð­laugi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur tekið forystuna af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í prófkjöri flokksins þegar um tveir þriðju hlutar atkvæða eru taldir. Aðeins 55 atkvæði skilja ráðherrana að.

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.