Innlent

„Ég er alveg af­slöppuð með þessa niður­­­stöðu“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sigríður Á. Andersen hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar.
Sigríður Á. Andersen hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar. vísir/vilhelm

Út­lit er fyrir að fyrsti þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis suður, sem hóf kjör­tíma­bilið sem dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríðu Á. Ander­sen, sé á leið af þingi eftir kjör­tíma­bilið. Hún segir von­brigði að vera í áttunda sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík eftir að tæpur helmingur at­kvæða hefur verið talinn.

Sig­ríður sóttist eftir öðru sæti á lista flokksins í öðru Reykja­víkur­kjör­dæmanna en til þess að ná því þyrfti hún að enda í þriðja eða fjórða sæti í próf­kjörinu. Eins og er er hún í áttunda sæti og yrði væntan­lega boðið fjórða sætið á lista annars kjördæmisins.

Spurð hvort hún myndi þiggja fjórða sæti segir hún: „Nú veit ég ekki einu sinni hvernig kjör­nefnd metur þetta og svona þannig ég get engu svarað um það. Og það er nú ekki einu sinni búið að telja helming at­kvæða.“

Á ekki von á að listinn breytist mikið

Þegar fyrstu tölur voru birtar klukkan 19 voru rúm­lega fimm­tán hundruð at­kvæði talin og var Sig­ríður þá í 8. sæti. Engar breytingar urðu á listanum eftir að aðrar tölur voru kynntar klukkan 21 en þá höfðu rúm­lega 3.100 at­kvæði verið talin. Um 7.500 tóku þátt í próf­kjörinu.

„Það yrðu von­brigði ef þetta verður niður­staðan. En ég var svo sem undir allt búin og við sem tökum þátt í próf­kjöri við bara unum niður­stöðum próf­kjöra, þau eru sú leið sem við Sjálf­stæðis­menn höfum til að velja á lista,“ segir Sig­ríður við Vísi.

Spurð hvort hún sé von­góð um að færast ofar á listanum eftir því sem fleiri at­kvæði verða talin segir hún: „Ég á ekkert von á því að þetta breytist mikið eða ég hef bara ekki hug­mynd um það. En þetta er bara niður­staða, ég uni henni og er alveg af­slöppuð með þessa niður­stöðu.“

Hóf kjörtímabilið sem ráðherra

Sig­ríður hefur verið fyrsti þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis suður á yfir­standandi kjör­tíma­bili. Hún hóf kjör­tíma­bilið sem dóms­mála­ráð­herra ríkis­stjórnarinnar áður en hún sagði af sér em­bætti vegna Lands­réttar­málsins í mars 2019.

Sjá einnig: Sigríður Andersen stígur til hliðar.

Nú er hins vegar allt út­lit fyrir að hún hverfi af þingi eftir kjör­tíma­bilið. Sjálf­stæðis­flokkurinn náði sam­tals inn fimm mönnum á þing í Reykja­víkur­kjör­dæmunum tveimur eftir síðustu kosningar. Þrír þeirra voru í Reykja­vík norður en tveir, þar á meðan Sig­ríður, í Reykja­vík suður.

Ef hún hafnar í áttunda sæti í próf­kjörinu og tekur fjórða sæti á lista er ljóst að Sjálf­stæðis­flokkurinn þarf að bæta við sig ansi miklu fylgi til að hún eigi mögu­leika á að halda sér á þingi.

Tveir aðstoðarmenn gætu náð á þing

Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra leiðir próf­kjörs­bar­áttuna með hundrað at­kvæða for­skot á Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra þegar tæpur helmingur at­kvæða hefur verið talinn.

Flokkurinn gæti þá náð tveimur ný­liðum inn á þing ef listi próf­kjörsins breytist ekki með næstu tölum og svipað hlut­fall Reyk­víkinga á­kveður að greiða flokknum at­kvæði sitt í komandi þing­kosningum. Diljá Mist Einars­dóttir, að­stoðar­maður Guð­laugs, er í þriðja sæti í próf­kjörinu og fengi því að öllu ó­breyttu annað sæti í öðru Reykja­víkur­kjör­dæminu. Það er nokkuð öruggt þing­sæti hjá Sjálf­stæðis­flokknum í Reykja­vík.

Hildur Sverris­dóttir, að­stoðar­maður ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra er þá í fimmta sæti í próf­kjörinu eins og er. Henni yrði þá boðið þriðja sæti á lista í öðru kjör­dæmanna en það er bar­áttu­sæti hjá flokknum, sem náði þremur mönnum inn í Reykja­vík norður í síðustu þing­kosningum.


Tengdar fréttir

Ás­laug og Guð­laugur ó­sam­mála um niður­stöðu yfir­kjör­stjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti.

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.