Innlent

Domus Medica hættir rekstri í árslok

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Um 70 læknar eru með stofur eða starfsemi hjá Domus Medica.
Um 70 læknar eru með stofur eða starfsemi hjá Domus Medica. Vísir/Vilhelm

Framkvæmdastjóri Domus Medica hf. segir að rekstri heilbrigðismiðstöðvarinnar við Egilsgötu verði hætt um áramót og segir „íslenskt ráðherraræði“ vera að fara illa með lýðræðið.

Jón Gauti Jónsson segir í samtali við Morgunblaðið í dag að meðalaldur lækna sé að hækka og kominn tími á endurbætur á skurðstofum miðstöðvarinnar. Menn treysti sér ekki í það verkefni í því starfsumhverfi sem sjálfstætt starfandi læknum sé búið.

„Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ segir hann. Hluti vandans sé að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins sé óskýr.

„Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ segir hann einnig.

Læknastofur og skurðstofur verða lagðar niður í árslok. Þá verður blóðrannsóknum einnig hætt en Röntgen Domus verður áfram í húsinu, sem þó stendur til að selja að sögn Jóns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.