Íslensku öndunarvélarnar komnar til Indlands Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2021 13:24 Hitesh Rajpal, sviðsstjóri hjá indversku utanríkisþjónustunni, og Kristín Eva Sigurðardóttir sendiráðsfulltrúi hjá sendiráði Íslands í Delí tóku á móti sendingunni í morgun. Aðsend Fimmtán öndunarvélar og tólf þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir lentu í Delí á Indlandi snemma í morgun að staðartíma. Um er að ræða gjöf frá Landspítala og íslenskum stjórnvöldum vegna alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi. Vika er síðan sendingin fór af stað frá Íslandi en ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að gefa öndunarvélarnar þegar ljóst var að ekki væri þörf fyrir þær hér á landi. Indversk stjórnvöld sjá svo um að ráðstafa þeim eftir þörfum. Greint er frá afhendingunni á vef utanríkisráðuneytisins. Um 164 þúsund kórónuveirutilfelli hafa að jafnaði greinst daglega á Indlandi síðastliðna viku en í kringum 400 þúsund greindust á verstu dögunum í maímánuði. Um 335 þúsund dauðsföll eru skráð vegna faraldursins og hafa heilbrigðisstofnanir átt erfitt með að ráða við mikinn fjölda sjúklinga. Viku tók að koma sendingunni á áfangastað.Aðsend „Þetta er til marks um hlýleg og vinsamleg tengsl okkar. Við tökum fagnandi sendingu með fimmtán öndunarvélum og tólf þúsund töflum af Favipiravir sem bárust frá Íslandi snemma í morgun,“ segir í tísti frá indverskum stjórnvöldum. Fulltrúi þeirra og fulltrúi íslenska sendiráðsins í Delí mættu á flugvöllinn til að taka við sendingunni. Taking forward our warm & friendly ties. Welcome consignment of 15 Ventilators and 12000 tablets of Favipiravir that arrived from Iceland early this morning. pic.twitter.com/Q0zdZxoD70— Arindam Bagchi (@MEAIndia) June 1, 2021 Öndunarvélarnar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítali fékk á síðasta ári frá velvildarfólki spítalans. Veirulyfið Favipiravir var þróað sem meðferð við inflúensu en hefur notað í meðferð við Covid-19 eftir að í ljós kom að lyfið hamli gegn eftirmyndum erfiðaefnis veirunnar. Sendingin frá Íslandi var flutt til Indlands á vegum samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24. maí 2021 08:52 Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01 Bárust sautján öndunarvélar að gjöf Rausnarlegar gjafir hafa borist Landspítalanum og starfsfólki heilbrigðiskerfisins undanfarið. 9. apríl 2020 14:42 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Vika er síðan sendingin fór af stað frá Íslandi en ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að gefa öndunarvélarnar þegar ljóst var að ekki væri þörf fyrir þær hér á landi. Indversk stjórnvöld sjá svo um að ráðstafa þeim eftir þörfum. Greint er frá afhendingunni á vef utanríkisráðuneytisins. Um 164 þúsund kórónuveirutilfelli hafa að jafnaði greinst daglega á Indlandi síðastliðna viku en í kringum 400 þúsund greindust á verstu dögunum í maímánuði. Um 335 þúsund dauðsföll eru skráð vegna faraldursins og hafa heilbrigðisstofnanir átt erfitt með að ráða við mikinn fjölda sjúklinga. Viku tók að koma sendingunni á áfangastað.Aðsend „Þetta er til marks um hlýleg og vinsamleg tengsl okkar. Við tökum fagnandi sendingu með fimmtán öndunarvélum og tólf þúsund töflum af Favipiravir sem bárust frá Íslandi snemma í morgun,“ segir í tísti frá indverskum stjórnvöldum. Fulltrúi þeirra og fulltrúi íslenska sendiráðsins í Delí mættu á flugvöllinn til að taka við sendingunni. Taking forward our warm & friendly ties. Welcome consignment of 15 Ventilators and 12000 tablets of Favipiravir that arrived from Iceland early this morning. pic.twitter.com/Q0zdZxoD70— Arindam Bagchi (@MEAIndia) June 1, 2021 Öndunarvélarnar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítali fékk á síðasta ári frá velvildarfólki spítalans. Veirulyfið Favipiravir var þróað sem meðferð við inflúensu en hefur notað í meðferð við Covid-19 eftir að í ljós kom að lyfið hamli gegn eftirmyndum erfiðaefnis veirunnar. Sendingin frá Íslandi var flutt til Indlands á vegum samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24. maí 2021 08:52 Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01 Bárust sautján öndunarvélar að gjöf Rausnarlegar gjafir hafa borist Landspítalanum og starfsfólki heilbrigðiskerfisins undanfarið. 9. apríl 2020 14:42 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24. maí 2021 08:52
Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01
Bárust sautján öndunarvélar að gjöf Rausnarlegar gjafir hafa borist Landspítalanum og starfsfólki heilbrigðiskerfisins undanfarið. 9. apríl 2020 14:42