Innlent

Bein út­sending: Ekkert of­beldi án ger­enda

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Björk, Áslaug Arna og Ásmundur Einar verða á fundinum.
Sigríður Björk, Áslaug Arna og Ásmundur Einar verða á fundinum. vísir/vilhelm

Hvernig náum við til gerenda í ofbeldisbrotum? Öll vitum við að til þess að koma í veg fyrir ofbeldisbrot þurfa gerendur að hætta að beita ofbeldi. Hingað til hafa úrræði fyrir gerendur verið afar takmörkuð.

Kastljósinu verður beint að baráttunni gegn ofbeldi í samfélaginu á fundi Embættis ríkislögreglustjóra sem hefst klukkan 14. Þar munu meðal Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra taka til máls, en ríkisstjórnin hyggst ráðst í fyrstu markvissu aðgerðirnar til að fækka ofbeldisbrotum með innleiðingu úrræða sem beinast að gerendum.

„Aðgerðirnar fela m.a. í sér hvatningarsamtöl forvarnateyma með geranda/sakborningi, þróun fræðsluefnis fyrir sérfræðinga og almenning, tekin verða í notkun áhættumatskerfi bæði fyrir ofbeldi í nánum samböndum og varðandi áhættu á kynferðisbrotum gegn börnum auk þess sem verkferlar lögreglu við að draga úr áhættu á frekari brotum sakborninga verða þróaðir áfram.

Ríkislögreglustjóri, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra boða til kynningarfundar um aðgerðirnar 3. júní næstkomandi kl.14:00-15:30,“ segir í tilkynningu um viðburðinn.

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.

Fundarstjóri verður Brynja Þorgeirsdóttir.

Dagskrá fundarins

Opnun fundar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri

Aðgerðir gegn ofbeldi og af hverju tillögur um gerendur? 

Samtal við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.

112.is - nýr vefur Neyðarlínunnar kynntur 

Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Hver er gerandi ofbeldis á Íslandi? 

Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur og forstöðumaður þjónustusviðs ríkislögreglustjóra

Taktu skrefið 

Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Sálfræðihúsinu

Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðistofan Höfðabakka 

Henrietta Ósk Gunnarsdóttir, sál­fræðingur hjá Domus Mentis geðheilsustöð

Rannsóknir lögreglu á heimilisofbeldi 

Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn

Hvar fá gerendur aðstoð? 

Kynning á úrræði Heimilisfriðar fyrir gerendur

Rannsóknir lögreglu á kynferðisofbeldi 

Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar LRH

Þjálfun lögreglumanna í rannsókn kynferðisbrota og heimilisofbeldis 

Ólafur Örn Bragason, réttarsálfræðingur og forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar

Pallborðsumræður

Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur og forstöðumaður þjónustusviðs ríkislögreglustjóra, Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglustöð 3 Kópavogi,

 Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar LRH

Ólafur Örn Bragason, réttarsálfræðingur og forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar

Lokaorð 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóriAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.