Kenna milljónum einstaklinga sjálfsvörn á TikTok Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2021 14:00 Ingibjörg Helga og Jón Viðar. Ísland í dag Systkinin Jón Viðar og Ingibjörg Helga Arnþórsbörn hafa fengið um 30 milljón áhorf á samfélagsmiðlinum TikTok eftir að þau byrjuðu að kenna þar sjálfsvörn í stuttum myndskeiðum fyrir örfáum vikum. Líklega eru fáir betur til þess fallnir að kenna sjálfsvörn, en systkinin eru bæði þaulreynd í áhættuleik, eiga ýmsa titla í bardagaíþróttum og hafa þjálfað bæði sérsveitina og sænsku lögregluna í sjálfsvörn. „Ég er aðeins eldri svo ég dró litlu systur í þetta,“ segir Jón Viðar en þau systkynin hafa nú kennt og æfa bardagaíþróttir í meira en tuttugu ár. Þau reka nú saman bardagaklúbbinn Tý og eru þar meðal annars með sjálfsvarnarnámskeið. „Okkur datt í hug að fólk hefði meiri áhuga á að sjá video af okkur heldur en einhverjar myndir af okkur og ákváðum bara að prófa,“ segir hann um ákvörðun þeirra að prófa TikTok. Þau óraði ekki fyrir því hversu vinsæl myndböndin yrðu en á aðeins tólf vikum eru áskrifendurnir orðnir tæplega 330 þúsund og um þrjátíu milljónir hafa horft. Markmiðið þeirra með TikTok kennslunni er að leiðbeina áhorfendum í sjálfsvörn. Ísland í dag hitti Jón Viðar og Ingibjörgu Helgu og fóru meðal annars yfir algengustu mýturnar þegar kemur að sjálfsvörn, en ýmislegt kemur þar á óvart. Jón Viðar segir að það sé margt sem fólk sjái í bíómyndum og annars staðar sem gefi villandi mynd af því hvað sé best að gera í sjálfsvörn í raunveruleikanum. „Það hefur líka verið svo mikil þróun á síðast liðnum árum í sjálfsvörn.“ Flestir TikTok fylgjendur systkinanna koma frá Bandaríkjunum og meirihluti þeirra eru konur. Þau benda á að enginn er hundrað prósent öruggur en þekking á sjálfsvörn getur orðið til þess að fólk komi betur út úr árásum. Þau segja að þetta geti líka gefið aukna öryggistilfinningu og hjálpað fólki að leysa aðstæður án þess að einn eða neinn slasist. „Það er okkar forgangur númer eitt, ef það er hægt að yfirbuga manneskju án þess að meiða hana þá er það númer eitt. En svo koma tilfelli þar sem manneskjan er miklu stærri en þú og kannski ræðst á minni manneskju, þá þarftu að nota grófar aðferðir og við erum meira að fara út í það á TikTok,“ segir Jón Viðar. „Þá snýst það eiginlega um að verja sig gegn stærri og sterkari aðila og þá að nota aðeins grófari aðferðir til þess,“ segir Ingibjörg Helga. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og þar sýna þau ýmis góð ráð. Ísland í dag Tengdar fréttir „Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41 Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira
Líklega eru fáir betur til þess fallnir að kenna sjálfsvörn, en systkinin eru bæði þaulreynd í áhættuleik, eiga ýmsa titla í bardagaíþróttum og hafa þjálfað bæði sérsveitina og sænsku lögregluna í sjálfsvörn. „Ég er aðeins eldri svo ég dró litlu systur í þetta,“ segir Jón Viðar en þau systkynin hafa nú kennt og æfa bardagaíþróttir í meira en tuttugu ár. Þau reka nú saman bardagaklúbbinn Tý og eru þar meðal annars með sjálfsvarnarnámskeið. „Okkur datt í hug að fólk hefði meiri áhuga á að sjá video af okkur heldur en einhverjar myndir af okkur og ákváðum bara að prófa,“ segir hann um ákvörðun þeirra að prófa TikTok. Þau óraði ekki fyrir því hversu vinsæl myndböndin yrðu en á aðeins tólf vikum eru áskrifendurnir orðnir tæplega 330 þúsund og um þrjátíu milljónir hafa horft. Markmiðið þeirra með TikTok kennslunni er að leiðbeina áhorfendum í sjálfsvörn. Ísland í dag hitti Jón Viðar og Ingibjörgu Helgu og fóru meðal annars yfir algengustu mýturnar þegar kemur að sjálfsvörn, en ýmislegt kemur þar á óvart. Jón Viðar segir að það sé margt sem fólk sjái í bíómyndum og annars staðar sem gefi villandi mynd af því hvað sé best að gera í sjálfsvörn í raunveruleikanum. „Það hefur líka verið svo mikil þróun á síðast liðnum árum í sjálfsvörn.“ Flestir TikTok fylgjendur systkinanna koma frá Bandaríkjunum og meirihluti þeirra eru konur. Þau benda á að enginn er hundrað prósent öruggur en þekking á sjálfsvörn getur orðið til þess að fólk komi betur út úr árásum. Þau segja að þetta geti líka gefið aukna öryggistilfinningu og hjálpað fólki að leysa aðstæður án þess að einn eða neinn slasist. „Það er okkar forgangur númer eitt, ef það er hægt að yfirbuga manneskju án þess að meiða hana þá er það númer eitt. En svo koma tilfelli þar sem manneskjan er miklu stærri en þú og kannski ræðst á minni manneskju, þá þarftu að nota grófar aðferðir og við erum meira að fara út í það á TikTok,“ segir Jón Viðar. „Þá snýst það eiginlega um að verja sig gegn stærri og sterkari aðila og þá að nota aðeins grófari aðferðir til þess,“ segir Ingibjörg Helga. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og þar sýna þau ýmis góð ráð.
Ísland í dag Tengdar fréttir „Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41 Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira
„Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41
Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00