Innlent

Segir útbreidda sögu af frelsissviptingu og hópnauðgun ekki á borði lögreglu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þvertekur fyrir að mál af þessum toga sé í rannsókn.
Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þvertekur fyrir að mál af þessum toga sé í rannsókn. Vísir

Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir útbreidda frásögn sem gengið hefur um samfélagsmiðla í gær og í dag um hrottalega hópnauðgun og frelsissviptingu erlendra karlmanna gegn ungri íslenskri konu ekki á borði lögreglu. 

„Við höfum fengið ótal fyrirspurnir og ábendingar í dag og það er ekkert mál sem passar við þessar lýsingar sem þarna koma fram,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann þvertekur fyrir að mál af þessum toga sé í rannsókn en samkvæmt frásögninni sem gengur um samfélagsmiðla er málið á borði lögreglu.

Fréttastofa hefur einnig fengið fjölmargar ábendingar um atvikið sem sagt er að hafi átt sér stað um síðustu helgi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×