Real staðfestir komu Ancelotti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2021 20:00 Carlo Ancelotti er tekinn við Real Madrid á nýjan leik. Hann leysir Zinedine Zidane af hólmi en hér eru þeir á árum áður er Ancelotti var aðalþjálfari liðsins en Zidane aðstoðarþjálfari. EPA-EFE/JuanJo Martin Real Madrid hefur staðfest að Carlo Ancelotti verði næsti þjálfari liðsins. Tekur hann við af Zinedine Zidane sem sagði starfi sínu lausu að lokinni nýafstaðinni leiktíð. Ítalinn Ancelotti er öllum hnútum kunnugur í Madríd en hann stýrði Real frá 2013 til 2015. Þar stýrði hann liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu ásamt því að vinna spænska Konungsbikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Hann hefur nú samið við félagið að nýju og skrifaði undir þriggja ára samning. Throwback to La Decima, Carlo Ancelotti s greatest triumph at Real Madrid pic.twitter.com/8KdgSNLEHu— B/R Football (@brfootball) June 1, 2021 Í desember 2019 tók hann við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning. Liðið endaði í 13. sæti þá leiktíð en á nýafstaðinni leiktíð var Everton lengi vel í baráttunni um Evrópusæti en fataðist flugið fyrir rest og lauk leik í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Nú er ljóst að Ancelotti mun ekki gera aðra atlögu að Evrópusæti með Everton þar sem hann er farinn til höfuðborgar Spánar á nýjan leik. Hinn 61 árs gamli Ancelotti tjáði sig á Twitter-síðu sinni nú fyrir skömmu. Þar þakkar hann Everton, leikmönnum og stuðningsfólki fyrir frábæra tíma en hann leiti nú að nýjum áskorunum hjá félagi sem hefur alltaf staðið honum nærri, Real Madrid. I would like to thank Everton FC, my players and the supporters for giving me the opportunity to manage this fantastic and historical club. I decided to leave as I have a new challenge with a team that was always in my heart, Real Madrid. pic.twitter.com/SDV8T7qMDR— Carlo Ancelotti (@MrAncelotti) June 1, 2021 Ancelotti hefur á ferli sínum sem þjálfari unnið alls 15 titla. Hann hefur stýrt liðum á borð við Juventus, AC Milan, Chelsea, París Saint-Germain, Bayern München og Napoli. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Ítalinn Ancelotti er öllum hnútum kunnugur í Madríd en hann stýrði Real frá 2013 til 2015. Þar stýrði hann liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu ásamt því að vinna spænska Konungsbikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Hann hefur nú samið við félagið að nýju og skrifaði undir þriggja ára samning. Throwback to La Decima, Carlo Ancelotti s greatest triumph at Real Madrid pic.twitter.com/8KdgSNLEHu— B/R Football (@brfootball) June 1, 2021 Í desember 2019 tók hann við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning. Liðið endaði í 13. sæti þá leiktíð en á nýafstaðinni leiktíð var Everton lengi vel í baráttunni um Evrópusæti en fataðist flugið fyrir rest og lauk leik í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Nú er ljóst að Ancelotti mun ekki gera aðra atlögu að Evrópusæti með Everton þar sem hann er farinn til höfuðborgar Spánar á nýjan leik. Hinn 61 árs gamli Ancelotti tjáði sig á Twitter-síðu sinni nú fyrir skömmu. Þar þakkar hann Everton, leikmönnum og stuðningsfólki fyrir frábæra tíma en hann leiti nú að nýjum áskorunum hjá félagi sem hefur alltaf staðið honum nærri, Real Madrid. I would like to thank Everton FC, my players and the supporters for giving me the opportunity to manage this fantastic and historical club. I decided to leave as I have a new challenge with a team that was always in my heart, Real Madrid. pic.twitter.com/SDV8T7qMDR— Carlo Ancelotti (@MrAncelotti) June 1, 2021 Ancelotti hefur á ferli sínum sem þjálfari unnið alls 15 titla. Hann hefur stýrt liðum á borð við Juventus, AC Milan, Chelsea, París Saint-Germain, Bayern München og Napoli.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira