Innlent

Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnheiður Ósk með miðana sem komu upp úr pottinum.
Ragnheiður Ósk með miðana sem komu upp úr pottinum. Vísir/ArnarHalldórs

Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag.

Um 2500 skammtar eru eftir í Laugardalshöll og var því ákveðið að hefja boðaða handahófskennda boðun fólks í bólusetningu. Þrjátíu árgangar frá 1976 til 2005 voru í pottinu og miðarnir bleikir og bláir eftir kynjum. Þannig voru miðarnir sextíu.

Fylgst var með drættinum í beinni útsendingu á Vísi og hljómaði True Colors, lag Phil Collins, undir þegar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, dróg tvo miða upp úr pottinum.

Næstu mínútur má fólk í þessum árgöngum, konur fæddar 1982 og karlar fæddir 1999, eiga von á smáskilaboðum með boðun í bólusetningu. 2500 skammtar eru í boði og ætla Ragnheiður og hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar að standa vaktina þangað til síðasti skammturinn hefur verið sprautaður.

Hún segist eiga von á því að dráttur á borð við þessa verði daglegur viðburður næstu daga þegar bólusetningum fram vindur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.